Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 1895, Blaðsíða 87
87
•að halda rnjer við það, sem jeg veit og allir vita,
að kvæðin eru færð í letur á Islandi, og að eins tvö
af þeim eignuð Grænlendingum. Jeg bíð eftir níjum
sönnunum frá FJ. Þær sem hann hingað til hefur
leitt fram á sjónarsviðið, duga ekki.
Sjoakmæli það, sem FJ. hefur í niðurlagi máls
■síns eftir Goethe gpt jeg vel undirskrifað. »Ef þú
vilt skilja skáldið til fuls, verðurðu að dvelja í
landi skáldsins<?. Það er mikið mein, að FJ. hefur
«kki haft tækifæri til að kinnast nógu vel íslenskri
náttúru og um fram alt siðum og hugsunarhætti ís-
lenskra bænda. Þetta er honum als ekki láandi,
því að hann er upp alinn í kaupstað og fór hjeðan
nngur. Jeg vildi óska, að honum gæfist kostur á
að ferðast um landið nokkur sumur. Jeg er sann-
færður um, að þá mundu opnast á honum augunog
mart í Eddukvæðunum verða honum ljóst, sem nú
er hulið í mirkri. Með þessu vil jeg engan veginn
neita því, að það geti líka verið fróðlegt í þessu efni
að ferðast um Noreg. Norðmenn hafa geimt mart
fornlegt, sem vjer höfum gleimt, og vjer sjáum þar
enn í dag mart hið sama bæði í náttúrunni og þjóð-
lífinu, sem bar firir augu feðra vorra, þegar þeir
heimsóttu frændúr sína í Noregi.