Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1898, Page 1

Eimreiðin - 01.05.1898, Page 1
8i Þjóðviljinn. Eptir George Lútken. Frá ómuna tíð hefur latneski málshátturinn »Vox populi, vox dew (rödd þjóðarinnar er rödd guðs) verið talinn gott og djúp- sætt spakmæli; þjóðhöfðingjar og formælendur trúarbragða og stjórnmála hafa vitnað til þessara orða, þegar þeim þóttu þau koina vel heim við skoðanir sínar og dóma um hlutina; vjer höfum svo opt heyrt þessi orð, vjer höfurn lesið þau í ritum og blöðum, og vjer erum, ef svo má að orði kveða, uppalnir til að trúa þeim eins og nýju neti. Að sönnu má í sögunni finna óteljandi dæmi þess, að rödd þjóðarinnar hefur verið fjarri því að vera vottur um guðs vilja; hinn hryllilegi fjöldi hryðjuverka, er unnin hafa verið í nafni þessa gamla orðtaks, þó ekki sje nema á timabilinu frá því að Kristur var krossfestur undir fagnaðarlátum alþýðunnar og þangað til hin hroðalegu manndráp voru framin í dýflizunum á dögum stjórnarbyltingarinnar frönsku, er þóttist vera rjettmætt stríð hinnar miklu alþýðu í þjónustu mannrjettindanna, nægir til að færa oss heim sanninn um það, að rödd þjóðarinnar er ekki altjent rödd guðs. Þrátt fyrir þetta höldum vjer þó einnig á vorum dögum fast við þetta gamla orðtak; vjer erum að meiru eða minna ieyti sannfærðir um, að það hafi satt að mæla, — og vjer höfum í raun og veru slegið því föstu í stjórnarskipunarlögum vorum, sem í þeim löndum, er hafa þingbundna stjórn, einmitt eru byggð á þeirri grundvallarsetningu, að það, sem múgurinn eða meiri- hlutinn álitur, það sje líka gott og gilt. Enn þann dag í dag eru ódáðaverk unnin, sem eiga rót sína að rekja til þessarar grundvallarsetningar, en til allrar hamingju tiltölulega fá i samanburði við axarsköptin, sem leiðir af því, að menn breyta eptir þessum gömlu orðum í blindni. En axarsköpt- in geta lika haft skaðleg áhrif, bæði á hagsæld manntjelagsins í heild sinni og einstaklinganna, og ætti því helzt að sneiða hjá þeim; en það er hins vegar allrar varúðar vert og ekki öldungis hættulaust, að hreyfa við þessari grundvallarsetningu; »almennings- álitið«, »þjóðin« »meirihlutinn<.< o. s. frv. eru orðin því nær heilög og friðhelg hugtök, sem enginn getur hreyft við, án þess að verða kallaður stórbokki, landráðamaður, frelsisóvin o. s. frv.; og það 6

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.