Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1898, Blaðsíða 1

Eimreiðin - 01.05.1898, Blaðsíða 1
8i Þjóðviljinn. Eptir George Lútken. Frá ómuna tíð hefur latneski málshátturinn »Vox populi, vox dew (rödd þjóðarinnar er rödd guðs) verið talinn gott og djúp- sætt spakmæli; þjóðhöfðingjar og formælendur trúarbragða og stjórnmála hafa vitnað til þessara orða, þegar þeim þóttu þau koina vel heim við skoðanir sínar og dóma um hlutina; vjer höfum svo opt heyrt þessi orð, vjer höfurn lesið þau í ritum og blöðum, og vjer erum, ef svo má að orði kveða, uppalnir til að trúa þeim eins og nýju neti. Að sönnu má í sögunni finna óteljandi dæmi þess, að rödd þjóðarinnar hefur verið fjarri því að vera vottur um guðs vilja; hinn hryllilegi fjöldi hryðjuverka, er unnin hafa verið í nafni þessa gamla orðtaks, þó ekki sje nema á timabilinu frá því að Kristur var krossfestur undir fagnaðarlátum alþýðunnar og þangað til hin hroðalegu manndráp voru framin í dýflizunum á dögum stjórnarbyltingarinnar frönsku, er þóttist vera rjettmætt stríð hinnar miklu alþýðu í þjónustu mannrjettindanna, nægir til að færa oss heim sanninn um það, að rödd þjóðarinnar er ekki altjent rödd guðs. Þrátt fyrir þetta höldum vjer þó einnig á vorum dögum fast við þetta gamla orðtak; vjer erum að meiru eða minna ieyti sannfærðir um, að það hafi satt að mæla, — og vjer höfum í raun og veru slegið því föstu í stjórnarskipunarlögum vorum, sem í þeim löndum, er hafa þingbundna stjórn, einmitt eru byggð á þeirri grundvallarsetningu, að það, sem múgurinn eða meiri- hlutinn álitur, það sje líka gott og gilt. Enn þann dag í dag eru ódáðaverk unnin, sem eiga rót sína að rekja til þessarar grundvallarsetningar, en til allrar hamingju tiltölulega fá i samanburði við axarsköptin, sem leiðir af því, að menn breyta eptir þessum gömlu orðum í blindni. En axarsköpt- in geta lika haft skaðleg áhrif, bæði á hagsæld manntjelagsins í heild sinni og einstaklinganna, og ætti því helzt að sneiða hjá þeim; en það er hins vegar allrar varúðar vert og ekki öldungis hættulaust, að hreyfa við þessari grundvallarsetningu; »almennings- álitið«, »þjóðin« »meirihlutinn<.< o. s. frv. eru orðin því nær heilög og friðhelg hugtök, sem enginn getur hreyft við, án þess að verða kallaður stórbokki, landráðamaður, frelsisóvin o. s. frv.; og það 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.