Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1898, Side 3

Eimreiðin - 01.05.1898, Side 3
83 skoðanir á hverju því máli er fyrir kynni að koma og greiða skyldi atkvæði um. Vjer skulum vona að þeir tímar komi, að mennirnir verði svo þroskaðir. A þeim tímum verður aldrei hætt við því, að þing- bundnar stjórnarskipanir og venjur verði vanbrúkaðar, og í raun og veru verður þjóðin þá fyrst nægilega þroskuð til þess að hafa þeirra full not, og þá fyrst verður rödd þjóðarinnar rödd guðs, af því að hún vill þá það eitt, sem satt er og rjettlátt. Því miður verður þess þó lengi að biða, að slíkri hugsjón veitist framkvæmd, og sem stendur verðum vjer með kinnroða að játa, að vjer erum harla langt frá takmarkinu. Urskurður meirihlutans er ekki ætíð vottur um óskir og vilja þjóðarinnar, og þótt vjer getum ekki hiklaust fallizt á skoðanir þeirra stjórn- málagarpa og heimspekinga, er sagt hafa, að »meirihliitinn hefði ætíð rangt fyrir sjer«, verðum vjer þó að játa, að hugtök eins og t. d. »almenningsálitið«, »rödd þjóðarinnar«, »dómur meirihlutans« o. fl. eru jafnvel á vorum dögum blátt áfram staðlaus hremmiyrði og hugarburður, sem vjer höfum nú einu sinni vanizt á að brúka, trúa á, óttast og þrælka undir; jeg vil jafnvel leyfa mjer að segja, að þessi hugtök sjeu sem stendur enn staðlausari en tröll og for- ynjur, þótt þau veki engu minni ugg og hjátrú; en ef vjer at- hugum þau frá sjónarmiði lífeðlisfræðinnar og sálarfræðinnar, verður optast reyndin sú, að þetta eru vanþroska hugsmíðar, er myndazt hafa í sjúkum heila, afleiðingar nokkurra einkennilegra atriða í sálarlífi manna, einkum hermihvatarinnar, og móttækileika fyrir hugsanainnblástur. Það er nú æltunarverk mitt í þessari grein, að færa stuttlega sönnur á þetta frá sjónarmiði lífeðlisfræðinga, og þannig, ef til vill, komast að þeirri niðurstöðu, að orðtakið: Vox populi, vox dei sje með engu móti rjettmætt á vorum dögum, fremur en það hefur verið það á umliðnum öldum, enda þótt vjer verðum stöðugt að vona, að það megi öðlast fullt gildi í framtiðinni, þegar mann- kynið hefur náð svo miklum andlegum þroska, að menn verða ekki einungis gæddir hlýjum fjelagsanda, heldur og verða rjettsýnir og sjálfstæðir, með öðrum orðum hafa fengið sjálfstætt manngildi. Flestir munu hafa tekið eptir því, að því nær ætíð verður stór breyting á mönnum þegar þeir koma saman í hóp; ef til vill hafa þeir hver um sig reynzt oss alúðlegir, friðsamir og rjettsýnir menn; en þegar þeir svo koma saman á mannamót, aðalfund eða 6*

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.