Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1898, Side 12

Eimreiðin - 01.05.1898, Side 12
92 Sál minni hellt út í söng, Hvarflandi í heiðbláma Og hyrfi þaðan Aptur aldreigi Ofan til jarðar! En, æ, því er miður Að örninn, sem horfði Svo djarft inn i ársólar ásýnd, Frá ljómanum himins Lægir sig niður Til þess i dimmu Djúpinu að skygnast, Eptir dags bráð, sem hyggst hann að hremma, Og lævirkinn dregst Frá dillandi yndi Síns hvarflandi, himneska söngflugs Magnþrota niður Til Moldar aptur I náttból síns haggjörva hreiðurs. Fær enginn vængjaður Foldborinn andi, Hetju andi, Eldfjörug skáldsál Lypt sjer úr fjötrum Hinnar lágu móður Upp, upp til ljóssins Hins algöfga föður? Flugfæri guðmóðs Festi mjer elskan við hjarta; Flaug það upp og beindi Flugi til sólar, Unz því bráðnuðu Báðir vængir Og hratt það steyptist Ur hæðum ofan Og sökk nið’rí sneypunnar haf.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.