Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1898, Qupperneq 20

Eimreiðin - 01.05.1898, Qupperneq 20
100 Hin reglulegu hreppsþing kölluðust samkomur. Þau vóru ákveðin með lögum í eitt skipti fyrir öll og haldin á ákveðnum tímum. Pessi hreppsþing vóru háð þrisvar á ári, hið fyrsta á langaföstunni, annað á vorin að afloknu vorþingi og hið þriðja á haustin, og skyldi það ekki vera fyr en fjórum vikum fyrir veturnætur og ekki síðar en fyrsta sunnu- dag í vetri. Hreppsþingin skvldu allir þeir hreppsbændur sækja, er tíund áttu að greiða og þingfararkaupi að gegna; gætu þeir eigi komið því við að koma sjálfir, máttu þeir þó senda annan rnann í sinn stað (t. d. vinnumann sinn) með fullu umboði til að greiða atkvæði fyrir þeirra hönd. En væri út af þessu brugðið, þannig að einhver hvorki kæmi sjálfur nje sendi annan mann i sinn stað, þá varðaði það 3 marka sekt. Þeir einir, sem þannig sóttu hreppsþingin, vóru skoðaðir sem rjettir samkomumenn og atkvæðisbærir. Til þess að samþykkja ályktun um almenn sveitamálefni (hreppa- mal) þurfti að eins meiri hluta atkvæða samkomumanna; en ályktun urn breyting á fundarsköpum, ákvæðunum um hvenær og hvernig hrepps- þingin skyldu háð og boðuð o. s. frv. (samkomumál) varð ekki gerð, nema hún væri samþykkt í einu hljóði. Kosning hreppstjóranna var og því að eins gild, að þeir væru kosnir í einu hljóði. Ef atkvæðin dreifðust við kosninguna, var skorið úr með hlutkesti. Þegar samkomu- mennirnir gátu ekki orðið á eitt mál sáttir um það, hvort hreppurinn skyldi taka einhvern ómaga til framfærslu eða flytja hann á annan hrepp, þá var svo á kveðið, að þeir skyldu ráða, sem greiddu atkvæði með því, að neita að taka ómagann að sjer og vildu flytja hann til framfærslu í annan hrepp. Sumurn sveitamálum skyldi ráðið til lykta á ákveðnum hrepps- þingum. Pannig áttu menn að biðja sjer byggðarleyfis á langaföstu- fundinum; en hefði umsækjanda af einhverjum ástæðum verið það ómögulegt, varð hann að minnsta kosti að gera það á vorfundinum. Á vorfundinum átti einnig að kjósa þá 3 sóknarmenn, sem áttu að aðstoða hreppstjórana og sjerstaklega að höfða mál fyrir brot á samkomumálum. Þá skyldu menn og segja til, hvort menn vildu heldur að menn ábyrgð- ist með þeim eldhús eða skála, ef hús þeirra brynnu. Á haustfundin- um var skipt tiund og matgjöfum og þá vóru hreppstjórarnir kosnir. En annars hafa menn sjálfsagt getað ráðið flestum sveitamálum til lykta á hverju reglulegu hreppsþingi. Þannig átti t. d. sá, sem hafði misst nautfje sitt í fallsótt, bæði að segja til skaða síns og hve hann hefði virzt á næsta reglulegu hreppsþingi eptir að hann beið skaðann. Aukahreppsþingin kölluðust hreppsfundir eða hreppsstefnur. Þau vóru ekki bundin við neinn ákveðinn tíma, heldur mátti stefna þeirn saman hvenær sem þörf krafði og svo opt sem vera skyldi. Hver einstakur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.