Eimreiðin - 01.05.1898, Síða 44
124
með allramestu varkárni upp úr vasa sínum, og var nú mikil for-
vitni á að sjá, hvað í honum væri. Hann gerði sjer von um, að
það væri eitthvað kærkomið og honum brást heldur ekki sú von:
I bögglinum vóru þrjú hundruð þúsundir franka í seðlum. —
Eptir þetta var það lengi altítt í hernum að kalla bæði mynt-
aða peninga og seðla Danzigar-súkkulaði, og þegar einhver her-
maður mæltist til þess af fjelaga sínum, að hann gæddi honum
á einhverju, þá var viðkvæðið vanalega:
»Nú, nú, kunningi! Ekki vænti jeg að standi svo heppilega
á fyrir þjer, að þú eigir einhverja ofurlitla tóru af »Danzigar-
súkkulaði« í töskunni þinni, ha?«
Þýtt af
V. G.
Tóbaksnautn á íslandi að fornu.
Helgi Jónsson jurtafræðingur hefur samið dálitla ritgjörð uni tóbak í
EIMREIÐINA 1895. Ritgjörð þessi er fróðleg að ýmsu leyti og drep-
ur á hið helzta, sem menn vita urn sögu tóbaksins i öðrum löndum,
en aptur minnist höfundurinn varla á sögu tóbaksins á Islandi; hefði það
þó legið miklu nær en að fjölyrða um hvernig Tyrkir og aðrar fjar-
lægar þjóðir tóku tóbakinu. Allt og sumt, sem Helgi segir um tóbaks-
nautn á Islandi, er, að tóbak muni hafa flutzt þangað um miðja 17.
öld. Jeg get ekki annað skilið, en að alþýðu manna þyki fróðlegt, að
hafa sagnir um tóbaksnautn á Islandi á 17. og 18. öld, og skal jeg því
færa hjer til ýmislegt, sem jeg hef tínt saman i þessa átt úr ýmsum
handritum og bókum.
1615 hafa menn fyrst sögur af tóbaki á íslandi eða öllu fremur
við Island, og það _er mörgum árum fyr, en Helgi Jónsson segir, að
tóbak hafi flutzt til íslands. Þá stóð svo á, að Jón Olafsson, sem seinna
var nefndur Austindiafari, tók sjer far með Englendingum frá Vestfjörð-
um til Englands. Jón ritaði seinna langa og fróðlega bók um utanför
sína og það, sem dreif á daga hans i útlöndum; segir hann þar meðal
annars, að einn af skipverjum hafi heitið Rúben. Hann hafi tekið tóbak
á hverju kvöldi, og hafi hann sjeð hann fara með tóbak fyrstan marina;
kveðst hann hafa lært af honum að taka tóbak. Jón var hjer um bil
tíu ár i útlöndum, áður en hann kom til íslands aptur, svo ekki hefur
hann getað kennt löndum sínum að taka tóbak; en það má fullyrða,
þótt ekki sjeu greinilegar skýrslur til um það, að íslendingar hafi lært
að taka tóbak á sama hátt og hann, af útlendum sjómönnum, sem þá
tíðkuðu hvalveiðar og fiskiveiðar umhverfis landið ekki síður en nú.
Næst er minnzt á tóbak Islandi í brjefi, sem sjera Arngrímur
Jónsson lærði ritar vini sínum Ola Worm 7. ágúst 1631. Brjefið er