Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1898, Page 58

Eimreiðin - 01.05.1898, Page 58
i3« in milli kambsins og mannsins. Maðurinn sneri spjöldunum, lagði ívafið fyrir og sló vefinn með litlu tóli úr trje, er leit út sem hnífur (skeið). Dr. Bartels gerði i flýti blýantsteikning af mann- inum (það væri fróðlegt, ef mynd af íslenzkum kvennmanni, sem er að vefa í spjöldum, birtist í einhverju íslenzku timariti), og þá er hann kom heim aptur úr ferðum sínum, sagði hann mjer frá öllu þessu. Komu mjer þá til hugar orðin í Guðrúnarkviðu II, 26, þar sem segir: »Húnskar meyjar, þær er hlaða spjöldum ok göra gull fagrt, svá at þér gaman þykki«. Og kom okkur saman um, hvað það væri merkilegt, að einmitt húnskar meyjar eru í Eddukvæðinu látnar »hlaða spjöldum«, og að Dr. Bartels skyldi nú sjá spjaldvefnað tiðkast enn þar austur, er Húnar eru frá komnir til Þýzkalands. Lítur svo út, sem þessi iðn hafi upprunalega ekki verið kunn gotneskum konum, því Grím- hildur telur hana eina þeirra dýrða, er Guðrúnu skuli »gaman þykkja«, þegar hún væri hjá Húnum, en orðin: »göra gull fagrt« benda á gullbelti. Niflungasagan er kominn til íslands frá Þýzka- landi, og með henni ef til vill fyrstu frjettir um spjaldvefnað- inn. Hvergi í Sæmundar-Eddu er hans getið með glöggum orð- um nema á þessum eina stað. Öll önnur orð, er gætu skilizt á þann hátt, t. d. »bóka«, geta þýtt alls konar glitvefnað og glit- saum; bækurnar voru skreyttar fögrum litmyndum og málaðar gulli og silfri, enda sögðu menn »skrifa« fyrir »afbilde ved Bro- dering« (Eir. Jónsson). En listin sú, að vefa með spjöldum, er sjálf líklega ekki komin til Islands frá Þjóðverjum því »Niebe- lungenlied«, sem er yngra en Eddukvæðin að því er kveðskapinn snertir, getur hennar ekki, enda mun hún nú ekki tíðkast á Þýzka- landi nema á einum stað, er síðar verður getið; heldur sýnist leið hennar hafa legið um Rússland, Svíþjóð og Noreg, og hlýtur það að hafa verið mjög snemma. A Bjarkey í Leginum grófu menn upp vefspjald úr beini ásamt öðrum hlutum frá 8. 9. og 10. öld1, þar á meðal nokkur verkfæri áþekk kömbum eða göfflum, er benda 1 Hjalmar Stolpe: Sur les découvertes faites dans l’ile de Björkö. Congrés international d’Anthropologie et d’Archéologie préhistoriques, Compte rendu de la 7e session, Stockholm 1874. Tome II, pag. 619—640.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.