Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1898, Blaðsíða 58

Eimreiðin - 01.05.1898, Blaðsíða 58
i3« in milli kambsins og mannsins. Maðurinn sneri spjöldunum, lagði ívafið fyrir og sló vefinn með litlu tóli úr trje, er leit út sem hnífur (skeið). Dr. Bartels gerði i flýti blýantsteikning af mann- inum (það væri fróðlegt, ef mynd af íslenzkum kvennmanni, sem er að vefa í spjöldum, birtist í einhverju íslenzku timariti), og þá er hann kom heim aptur úr ferðum sínum, sagði hann mjer frá öllu þessu. Komu mjer þá til hugar orðin í Guðrúnarkviðu II, 26, þar sem segir: »Húnskar meyjar, þær er hlaða spjöldum ok göra gull fagrt, svá at þér gaman þykki«. Og kom okkur saman um, hvað það væri merkilegt, að einmitt húnskar meyjar eru í Eddukvæðinu látnar »hlaða spjöldum«, og að Dr. Bartels skyldi nú sjá spjaldvefnað tiðkast enn þar austur, er Húnar eru frá komnir til Þýzkalands. Lítur svo út, sem þessi iðn hafi upprunalega ekki verið kunn gotneskum konum, því Grím- hildur telur hana eina þeirra dýrða, er Guðrúnu skuli »gaman þykkja«, þegar hún væri hjá Húnum, en orðin: »göra gull fagrt« benda á gullbelti. Niflungasagan er kominn til íslands frá Þýzka- landi, og með henni ef til vill fyrstu frjettir um spjaldvefnað- inn. Hvergi í Sæmundar-Eddu er hans getið með glöggum orð- um nema á þessum eina stað. Öll önnur orð, er gætu skilizt á þann hátt, t. d. »bóka«, geta þýtt alls konar glitvefnað og glit- saum; bækurnar voru skreyttar fögrum litmyndum og málaðar gulli og silfri, enda sögðu menn »skrifa« fyrir »afbilde ved Bro- dering« (Eir. Jónsson). En listin sú, að vefa með spjöldum, er sjálf líklega ekki komin til Islands frá Þjóðverjum því »Niebe- lungenlied«, sem er yngra en Eddukvæðin að því er kveðskapinn snertir, getur hennar ekki, enda mun hún nú ekki tíðkast á Þýzka- landi nema á einum stað, er síðar verður getið; heldur sýnist leið hennar hafa legið um Rússland, Svíþjóð og Noreg, og hlýtur það að hafa verið mjög snemma. A Bjarkey í Leginum grófu menn upp vefspjald úr beini ásamt öðrum hlutum frá 8. 9. og 10. öld1, þar á meðal nokkur verkfæri áþekk kömbum eða göfflum, er benda 1 Hjalmar Stolpe: Sur les découvertes faites dans l’ile de Björkö. Congrés international d’Anthropologie et d’Archéologie préhistoriques, Compte rendu de la 7e session, Stockholm 1874. Tome II, pag. 619—640.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.