Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1898, Page 63

Eimreiðin - 01.05.1898, Page 63
143 gegn kenningum próf. Bugges um uppruna norrænna goðasagna og aldur nokkurra fornskáldakvæða. Hefur hann í þeim verulega hnekkt ýmsum af kenningum Bugges og rækilega sýnt, að margt af því, sem B. telur aðfengið og ummyndað, hiljóti að vera nor- rænn frumgróður, en ekki komið ti! þeirra frá Irum. Höfuðrit dr. Finns er þó hin fornnorska og forníslenzka bókmenntasaga hans (sbr. Eimr. II, 151—153), sem verður heljarmikið rit, en er enn ófullbúin. En það, sem út er komið, er nóg til að sýna, að hún verður stórmerkileg bók, enda hefur hún hlotið almenna við- urkenning, að því einu undanskildu, að öflug andmæli hafa verið hafin gegn kenningum hans um heimkynni Eddukvæðanna. En slíkt er eitt af þvi, sem þrátta má um um aldur og æfi, án þess líkindi sjeu til, að menn komist nokkurntima að öruggri nið- urstöðu. Dr. Finnur hefur óþreytandi starfþol og elju og er afkasta- maður hinn mesti. Þótt hann jafnan hafi mörg járn í eldinum, er eins og hann hafi ætið nógan tíma til alls, ef til hans er leitað, enda er hann manna hjálpfúsastur. Hann er drengur hinn bezti og ágætur fjelagsbróðir. Hann er »hreinlyndur sem hvitabjörn«, en getur reitt upp hramminn, ef því er að skipta. Hann hirðir ekki um að vera allra vinur, og getur verið nokkuð óþjáll. En hann er vinur vina sinna, en óvæginn andstæðingum, og hregður að því leyti í ætt til forfeðra vorra. A stúdentsárum sínum hafði hann mikinn áhuga á pólitik og var þá framsóknarmaður hinn mesti; en nú lætur hann pólitíkina ekki til sín taka nema sem athugall áhorfandi. Alla sína miklu starpskrapta hefur hann helgað vísindunum. V. G. Frjettaþráðurinn. Stærsta fjárveitingin, sem nokkurn tíma hefur verið veitt á alþingi, er tillag það til frjettaþráðar milli íslands og útlanda, sem veitt var á síðasta þingi. Til þessa var veitt 700,000 kr., skipt niður á 20 ár (35,000 kr. á ári). Þar sem um svo mikla fjárveiting var að ræða — meira en allar árstekjur landsins —, geta menn sagt, að það hefði verið skylda þingsins að búa svo um hnútana, að hún kæmi öllu landinu eða að minnsta kosti mestum hluta þess að noturn, en yrði ekki að eins til hagnaðar fyrir einhvern einstakan stað. En þetta gerði þingið ekki. Það setti engin skilyrði fyrir þessari fjárveiting önnur en þau, að fjenu skyldi varið til frjettaþráðar milli útlanda og einhvers staðar á íslandi.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.