Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1898, Blaðsíða 63

Eimreiðin - 01.05.1898, Blaðsíða 63
143 gegn kenningum próf. Bugges um uppruna norrænna goðasagna og aldur nokkurra fornskáldakvæða. Hefur hann í þeim verulega hnekkt ýmsum af kenningum Bugges og rækilega sýnt, að margt af því, sem B. telur aðfengið og ummyndað, hiljóti að vera nor- rænn frumgróður, en ekki komið ti! þeirra frá Irum. Höfuðrit dr. Finns er þó hin fornnorska og forníslenzka bókmenntasaga hans (sbr. Eimr. II, 151—153), sem verður heljarmikið rit, en er enn ófullbúin. En það, sem út er komið, er nóg til að sýna, að hún verður stórmerkileg bók, enda hefur hún hlotið almenna við- urkenning, að því einu undanskildu, að öflug andmæli hafa verið hafin gegn kenningum hans um heimkynni Eddukvæðanna. En slíkt er eitt af þvi, sem þrátta má um um aldur og æfi, án þess líkindi sjeu til, að menn komist nokkurntima að öruggri nið- urstöðu. Dr. Finnur hefur óþreytandi starfþol og elju og er afkasta- maður hinn mesti. Þótt hann jafnan hafi mörg járn í eldinum, er eins og hann hafi ætið nógan tíma til alls, ef til hans er leitað, enda er hann manna hjálpfúsastur. Hann er drengur hinn bezti og ágætur fjelagsbróðir. Hann er »hreinlyndur sem hvitabjörn«, en getur reitt upp hramminn, ef því er að skipta. Hann hirðir ekki um að vera allra vinur, og getur verið nokkuð óþjáll. En hann er vinur vina sinna, en óvæginn andstæðingum, og hregður að því leyti í ætt til forfeðra vorra. A stúdentsárum sínum hafði hann mikinn áhuga á pólitik og var þá framsóknarmaður hinn mesti; en nú lætur hann pólitíkina ekki til sín taka nema sem athugall áhorfandi. Alla sína miklu starpskrapta hefur hann helgað vísindunum. V. G. Frjettaþráðurinn. Stærsta fjárveitingin, sem nokkurn tíma hefur verið veitt á alþingi, er tillag það til frjettaþráðar milli íslands og útlanda, sem veitt var á síðasta þingi. Til þessa var veitt 700,000 kr., skipt niður á 20 ár (35,000 kr. á ári). Þar sem um svo mikla fjárveiting var að ræða — meira en allar árstekjur landsins —, geta menn sagt, að það hefði verið skylda þingsins að búa svo um hnútana, að hún kæmi öllu landinu eða að minnsta kosti mestum hluta þess að noturn, en yrði ekki að eins til hagnaðar fyrir einhvern einstakan stað. En þetta gerði þingið ekki. Það setti engin skilyrði fyrir þessari fjárveiting önnur en þau, að fjenu skyldi varið til frjettaþráðar milli útlanda og einhvers staðar á íslandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.