Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1903, Page 1

Eimreiðin - 01.09.1903, Page 1
Nokkur kvæði. Eftir STEINGRÍM THORSTEINSSON. I. BLÓM OG FIÐRILDI. Blómiö: »Var það blærinn, er blakti, Sem blund mínum sleit?« Fiðrildið: »Nei, vinur þig vakti Og vorsólin heit. Eg kom og þig kysti, Nú kveð ég og fer«. Blómið: »Pað vildi’ eg þig lysti Að vera hjá mérU Fiðrildið: »Svo fögrum á degi Til fleiri ég líð«. Blómið: »En eftir þér þreyi Eg árla og síð«. Fiðrildið: »Ei ógleðjast áttu, Pú augnabliks njótU B1 ó m i ð: »Æ, frjálst fljúga máttu, Mig fast bindur rót«. Fiðrildið: »Ei fiðrildi bíður, Pað fylgir æ því«. Bló mið: »Ó, hvað sem því líður, Mig hittu á ný«. Fiðrildið: »Á morgun með blíðu Fig, blóm mitt! ég finn« Bló mið: »Mót fiðrildi fríðu Pá faðm breiði’ eg minn Fiðrildið: »Pá geislar sjást fyrstu, Pú faðm við mér snú!« Blómið: »Og blóm þitt þá kystu Eins blítt eins og núU

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.