Eimreiðin - 01.09.1903, Síða 2
IÓ2
II. Á FERÐ FRAM HJÁ GRÍMSSTÖÐUM.1
Rennur hér aö flæði fram hin fríða og hreina,
Létt um sand og litla steina,
Lágum niði Sleggjubeina.
Fram úr grænum hvilftum hún í hægðum líður;
Gætir kots sá götu ríður,
Grímsstaði það nefnir lýður.
Ekki er nú sem áður var á æskuskeiði;
Grímsstaðina gengna í eyði
Götu frá eg sjónum leiði.
Blasti efra bæjarkornið býsna-smáa
Viður Hnausa-hraunið gráa;
Hver spyr nú um innið lága?
Fyrrum hér, sem hugstætt vera helzt mér kyntii,
Breiðffrðingur Braga-sinni
Bjó í fyrstu æsku minni.
Pangað, skáld í basli’ er bjó á bala grónum,
Yfrum rendi’ eg einatt sjónum
Ósjálfrátt af berjamónum.
Barn ég var og eitthvað inst mér ólst í laumi;
Upp nú rís úr ára straumi
Áður hvað ég lifði’ í draumi.
Parna telgdi’ hann, söngva samdi, sló og reri; •
Vansæld mörg á veg hans greri,
Við honum heimur baki sneri.
Orti hann við orfið hér, er austan sunna
Broshýr skein, hin bjart-upprunna,
Bögu þá, er margir kunna?
»Sólin ekki sinna verka sakna lætur;
Jörðin undan grímu grætur,
Grasabani, komdu’ á fætur«.
1 Sigurður Breiðfjörð bjó á Grímsstöðum -í Breiðuvík á árunum 1837—41*