Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1903, Page 3

Eimreiðin - 01.09.1903, Page 3
Sorann tíðrætt ef aö um kann öðrum vera; Pað er hverra girnd sem gera, Gulli eg helzt skal vitni bera. Hans á tungu ljóðið lék svo létt og glaðan; Auðug ríkir yndis laðan I því bezta, sem að kvað ’hann. Orðróm sumir eru verri, en aðrir betri; Spor að hyggju- og hjartasetri Hittast skálds í kvæðaletri. Hvaðan mundu gumar gefa gull í óði, Utan hjarta og anda’ úr sjóði? Ann eg því og sinni’ ei hnjóði. Oft með hug við óðinn skálds og æfimeinin Viknaði ég viður steininn, Víkur strönd þar geymir beinin. Fram á leið mig blakkur ber um bjarga lendur; Bærinn þarna í brot féll endur Breiðfirðings, en nafn hans stendur. III. HELLENZKUR DRAUMUR. Pað var núna í vetur, um niðsvarta nótt Mig nokkuð réð dreyma, Og það var um sumar og sælunnar gnótt Og suðræna heima. Pá úti var rosi og útsynnings él, Sem á dundu tíðum, En svefninn ég fest hafði vært þó og vel Og vissi ekki af hríðum. Frá bók hafði eg sofnað; um Saffó var hún Og söng-gullöld forna, Pá guðdómleg óðsnild med geíslandi brún Um Grikkland réð morgna. 11*

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.