Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1903, Page 7

Eimreiðin - 01.09.1903, Page 7
167 V. UPPSTYTTAN. Lengi svarta þyknið þrátt T’reytti sjónarbauga; Ljósar núna loks í blátt Lítið stærra en auga. Díllinn blár hins blakka ranns Bendir vinalega; Svo skín von hins mædda manns Mótlætis á vega. Sírigningar flóði fár, Fögnuð gerði’ að smækka; Sé ég nú hve blettur blár Ber sig ótt að stækka. Auðið hefir orðið mér Óskastund að hitta; Bláminn sigrar, augljóst er: Upp fer nú að stytta. Bólstrar dökkir svífa 'á sveim, Sig þeir fá ei varið; Efra lculið ýtir þeim, Austan er á farið. VeðurkulÍ vænu því Vil ég þakkir kunna; Hvítna þarna á himni ský, Hýr er bak við sunna. Bykn, sem loftsins þakti ból, Pynnist, leysist, hjaðnar; Frjáls að nýju fram brýzt sól, Fold og himinn glaðnar. VI. UXINN OG SLEÐINN. Grjóti á sleða álmtýr ók, Uxa fyrir hafði, Sem að móður svitna tók, Svo að hvíldar krafði. »Alt af draga eg verð þig«, Inti hann við sleðann; »Heyrðu! dragðu í hægðum mig, Svo hvílist ég á meðan«. Brakar sleðinn býsna-þver: »Bölvuð sé sú hugsan; Sláðu’ hann, bóndi! slíkt fer ver, Að sleðinn dragi uxann«

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.