Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1903, Side 9

Eimreiðin - 01.09.1903, Side 9
i6g hinn kýmilegasta, væri hún eigi að sama skapi sorgleg — ekki sízt um töframanna ofsóknirnar. Ættartala myrkrahöfðingjans nær miklu lengra fram en langfeðgatal hinna ríkustu þjóðhöfðingja Norðurálfunnar; hún nær lengra en biblían og er eldri en pýra- mýðar Egiptalands. En hér viljum vér fyrst eingöngu, skoða eðlisumgrip hins illa eða hversu það beri að skoðast í sjálfu sér. Mætir oss þá fyrst þess hlutlæga eða objektíva tilvera. Fyrst má spyrja: Er hið illa eigi hugarburður? Er það eigi huglæg eða súbjektív orðmynd og miðuð við hlutföll tilverunnar (o: relatív)? Ætti eigi að sleppa þeirri hugmynd, sem væri hún eintóm sérvizka? Er eigi þessi hugmynd sprottin af því, að vér skoðum lífið frá sjónarmiði sjálfra vor, og hlýtur hún eigi að hverfa óðara en vér lærum að skynja heiminn samkvæmt hinu hlutlæga eðli hans ? Stefnan, að skoða hið illa sem neikvætt, er mjög rík á vorum dögum, enda er það í samræmi við lífsskoðun flestra manna r.ú á tímum, og er mjög vinsæl orðin. Á fyrri öldum hneigðust menn mjög að hinu, að íklæða hinar andlegu eftirlanganir sínar og hugsjónir búningi hlutlægrar tilveru. Til þess að skilja fegurðina mynduðu Forngrikkir Afrodýtu (Venus); var hún og þeirra æðsta fyrirmynd (ídeal), og hið heilaga vald siðgæðis og réttlætis birtist Gyðingum í Jehóva, drotni þeirra og löggjafa. Trúarhugsjónir kristinnar kirkju fengu sýnilegan búning í helgisiðum, sakramentum og ýmsum stofnunum. En stórar breytingar urðu þegar það tímabil hófst, er kallað er nýja sagan, og sem einkum leiddi af fundi púð- ursins, áttavitans og prentlistarinnar, en þó hvað mest af fundi Ameríku og byrjun siðabótarinnar, ásamt endurlífgun lær- dóms og lista. Pví stærri sem sjónhringur hins þekta heims gjörðist, því meir óx gildi manna í augum sjálfra þeirra. Stefna heimspekinnar frá dögum Kartesíuss, og stefna trúarfræð- anna frá dögum Lúthers hefir æ verið sú, að festa miðpunkt allra hluta í meðvitund mannsins. Pað eitt gat haft gildi, sem orðið var liður eða partur af sál hans. Menn þóttust skilja, að trúin gæti eigi verið neinn útvortis hlutur, heldur hlyti að vera innvort- is gjörandi í manninum. Meðvitundin varð veröld hans, og af því leiddi að samvizkan varð síðasta og öruggasta undirstaða breytninnar. Pá hófst umburðarlyndið, þótt hægt færi fyrst lengi, og sú skoðun, að maðurinn sjálfur (súbjektleiki hans) væri hyrn- ingarsteinninn í framferði allra sem einstakra. Pannig kom siða-

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.