Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1903, Page 10

Eimreiðin - 01.09.1903, Page 10
170 bótin fram eins og allsherjar hreyfing, sú er boðaði rétt hins einstaka, en hratt um koll hinu arfgenga valdi utan frá, »átórí- tetinu«. Stofnendur þeirrar byltingar ætluðu sér aldrei að kollvarpa öllu útvortis valdi, en huglægisstefnan (númenalisminn), sem stýrði þeim, leiddi hreyfinguna lengra. Hin síðasta afleiðing hins súbjektíva anda, sem byrjaði í hinni alkunnu setning Kartesíuss: Cogiío, ergo sum (o ■ ég hugsa, og þess vegna hlýt ég að vera til), hún var þeim speking hulin. Hann sannar sem sé hlutlæga tilveru, en með bernskulegri ályktun. Lúther hefði og aldrei með sinni einkennilegu mentun og þrálynda einræni — sem prýðisvel gat orðið samferða hans miklu yfirburðum — hann hefði aldrei undirskrifað hinar seinni kenningar manna, bygðar á samvizku hins einstaka, en engu öðru; en hitt er víst og satt, að síðasta afleiðingin af viðurkenningunni á yfirráðum og sannleik sérveru- princípsins er afneitun allra útvortis yfirráða, hvort heldur er í heimspeki, stjórnfræði, trúarbrögðum eða siðafræði; í stjórnfræði leiðir það til stjórnneitunar (anarchismi), þar sem súbjektívism- inn nær hæstu tröppu; í heimspeki leiðir stefnan til hins svo nefnda vissuleysis (agnosticismi), sem er neitun þess að um- heimurinn sé skiljanlegs eðlis, og hefir Kant í sinni númenalisku rökfærslu bezt framsett þá stefnu. I siðafræði leiðir sérverukenn- ingin til neitunar á öllu útvortis siðgæðisvaldi, og er þá komið að skoðunum Benthams og fræða hans um grundvallarreglu (princíp) hagnaðar og sjálfselsku (útilitarismi), eða til intúitíónalism- ans, sem kennir, að menn finni af sjálfum sér hvað rétt sé; að öðru leyti hvílir vor núverandi siðmenning á þeirri sérveruhug- sjón Prótestanta, sem kallast indívídúalismi, og enginn maður, sem lifir og hrærist á þessum dögum, getur annað en fundið og skilið, hve mikil blessun af því princípi leiöir. Alt um það hljót- um vér að læra að vara oss á einræni hins svo nefnda sérveru- leiks. Objektívisminn, mótsetning súbjektívismans, er alls eigi eins algjörlega rangur f rót sinni eins og sérveruskoðun nútímans sýnist hann vera: Hið ytra stjórnarfar kaþólsku kirkjunnar fer skakt að; harðstjórn klerkavaldsins, sem setur sitt vald í guðs sæti, og hið »óskeikandi« páfaríki er gjörsamlega rangt; enda var aðalafrek Prótestantanna fólgið í afneitun þessa valds, er, þrátt fyrir svo nefnt algildi sitt, byggist á valdrétti veikra og dauðlegra manna, enda þótt þeir oftar misbyði því af trúarvandlæti og fá-

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.