Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1903, Side 11

Eimreiðin - 01.09.1903, Side 11
vizku heldur en af illvilja og eigingirni. Til eru Prótestantar, sem mundu svara, að trú þeirra sé alls eigi eingöngu neikvæð, heldur líka jákvæð; að hún eigi einungis prótesteri (mótmæli), heldur og fullyrði. Petta er satt. En flestar fullyrðingar Prótestanta eru eigi annað en leifar páfatrúarinnar gömlu, sem batt samvizkur manna og lagði skynsemi þeirra í dróma. Ofsatrúmenn Próte- stanta eru fjarri því að vera vinveittir frelsi eða óháðum rann- sóknum; en hið jákvæða vald, þessi nýi gjörandi sögunnar, er reisa skyldi nýja siðmenning, var ekkert annað en vísindin. Fyrir þá sök er siðabótin alls eigi hið síðastkveðna Urðar-orð í trúar- sögu mannkynsins. Vér hljótum að hyggja á hærri markmið og beinni framfarir, og endurbót kirkjunnar fær því líka fram komið einungis með því skilyrði, að hún rannsaki aftur og endurskoði gildi og eðlisþýðing objektívismans (o: umheimsins). Mannkynið lætur eigi aftur binda sig við trúarfræðakerfi klerka og helgivaldsboðorða, er einungis mundi færa það á nýjan leik í fjötra andlegrar ánauðar, en á þá skynsemd hljóta menn að fall- ast, að sannleikurinn er ekki námshugmynd mannsins eða hans sérveru eingöngu; sannleikurinn er rétt lýsing eða ummerking staðhátta og hluta, og felur því í sér objekt-efni, eða efni fyrir utan oss, og það efni er verulegur partur hins viðurkenda eða þekta sannleika. Pegar objektíva (o: annarsleika-) skoðunin var hin ráðandi, á- litu menn að hið æðsta vald væri hjá miklu mönnunutn, svo sem spámönnum, siðameisturum og prestum, og þessir vóru látnir setja reglur og ráða fyrirkomulagi, lögum og lofum kirkjunnar — öllu samt niðurraðað eftir þörfum og kröfum höfðingjanna. En hinn nýi objektívismi hafnar öllu nauðungarvaldi frá hálfu mannsins; hann hvílir að síðustu á vísindum, en þeirra lögrétta heitir sann- reyndir (facta). Sannleikur er eigi lengur það eitt, sem kirkjan kennir, eða »óskeikandi« menn boða og bjóða, né heldur það, sem mér virðist rétt vera eða þér virðist rétt vera, heldur það, sem vísindaleg rannsóknarmeðferð hefir sýnt og sannað að væri objektívt, þ. e. væri í sjálfu sér satt og rétt, svo að hver, sem það prófar, hljóti að sjá, að svo eða svo sé því varið. Hinn objektívi sannleikur, sem prófa má með sönnunum og sem má endurprófa, eða í einu orði vísindin, er hin æðsta, á- reiðanlegasta og dýrmætasta opinberun. Guð opinberar sig í til- urðum og tilburðum lífsins, og með þeim teljum vér þjáningar

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.