Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1903, Side 14

Eimreiðin - 01.09.1903, Side 14
174 hins illa, og framsett meö miklu afli. Par er framsett neikvæðis- spekin frá Kartesíusi til Spencers. Paö sýnist vera fullgildur monismi. Og þó getum vér eigi á þessa skoðun fallist. Pað er satt, að hugmyndin persónulegur djöfull er tómur til- búningur, alveg eins og huldumaður, álfur og afturganga; einnig er það satt, að eigi er til ilt í sjálfu sér, eigi heldur gott í sjálfu sér; dúalismi maníkeanna er óhafandi. Princíp hins illa verður eigi skoðað eins og sjálfstætt frumeðli, efni eða verund. En þrátt fyrir þær röksemdir megum vér eigi loka augunum fyrir þess veru- legu og jákvæðu tilveru. Játum að þögn sé vöntun hávaða; samt er hávaði eigi góðleiki né þögn illindi. Meðan ég les eða rita er hávaði mér illur, en þögn góð; þar sem menn vænta hróss, getur lygin verið meir en meinleg, og hún er ekki eintóm vöntun sann- leika. Vöntun fæðu er neikvæð, en skoðuð í réttu sambandi við ástæðurnar, eins og tómur magi, er hún hungur, en hungur er já- kvæður gjörandi í mannlífinu. Sjúkleik má kalla vöntun heilsu, en sjúkleikann framleiðir annaðhvort óregla í lífkerfunum eða skað- vænleg áhrif utan frá, en hvorttveggja er óneitanlega jákvætt. Skuld er neikvæð tala í reikningum hins skulduga, en það, sem fyrir hann er neikvætt, er jákvætt hjá lánardrotni hans. Væri neikvæðar hugmyndir »eintóm örverpi mannlegs breysk- leika«, eins og B. von Suttner fullyrðir, hví mundu þá stærð- fræðingarnir nota mínus-merkið ? Og væri hugmynd hins illa ein- tóm hjátrú, hvernig gat hún þá haft svo langvarandi áhrif á mannkynið? Annars vegar er það satt, að öll tilveran sé jákvæð, en á hina hliðina ættum vér að vita, að tilveran er huglæg, ab- strakt (eftirmynduð af hugsaninni), en hvorki góð né ill. Góðleild og illleiki er komið undir þeim hlutföllum, sem mætast í umheim- inum. þessi hlutföll geta ýmist heitið góð eða ill. Sumar ver- undir eyða öðrum verundum. Sumar þvenglur (bacilli) eru skað- samar lífi manns, en gagnlyf eru til, sem þvenglunum lóga. Hvar- vetna lifa sníkjudýr á öðrum dýrum, og það, sem er jákvætt og nærandi einu dýri, er hinu neikvætt og skaðlegt, en sérhvert því um líkt neikvæði verður hlutkent (realt), þegar áhrif þess eyða eða breyta áhrifum annarrar veru. Huggripið góðleiki er eigi ja'fn-gilt verund, né illleiki jafnt ver- andleysi. Tilveran er = alverundin, hin ódeililega alheild eða alheimskerfi. Gott og ilt eru skoðanir, gjörðar frá tilteknu sjón- armiði, og frá því sjó.narmiði er gott og ilt draglínur, sem niynda

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.