Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1903, Side 19

Eimreiðin - 01.09.1903, Side 19
179 guðs, er það, sem framleiðir æðra líf, og ilt það, sem hindrar, skemmir eða myrðir það. 3. Hugmyndin guð. Guð er trúarfræðislegt orð, og það heyrist oftlega fullyrt, að þekking á guði liggi fyrir utan vébönd vísindanna, og hugmyndin guö og öll önnur trúar-umgrip eru kölluð yfir þau hafin. Pannig eru til tveir flokkar, og báðir háðir áhrifum hins númenalska súbjektívisma o: skoðun þeirri, sem frá miðöldum metur alt frá mannsins hálfu. Pessir flokkar eru trúar-agnostíkar og vantrúar-agnostíkar. Trú hinna fyrnefndu er jafn-óskynsam- leg eins og vantrú hinna síðarnefndu. Sé til útvortis alræðisvald yfir breytni vorri, hljótum vér að vera færir um að þekkja það, enda er oss því aðeins auðið að hlýða því. Nú kennir einmitt reynslan, að slíkt vald sé yfir oss, og þróunarfræðin heitir oss því, að sanna það með jákvæðri sönnun. Drotnunarvaldið yfir breytni mannsins heitir á tungu guðfræðinganna: guð. En vísindamennirnir ummerkja með orðinu »náttúrulög« sérhvað það, sem óumbreytanlegt er í hinum ýmsu fyrirburðum lífsins, það sem hvarvetna er eins í margbreytni hluta og viöburða, eða: Pað sem er ævarandi í hinu hverfanda. Sérhver eðlislög eru á þeirra skoð- anarsvæði ósveigjanlegt siðavaldsboð, sem þá að því leyti er part- ur eða eðlistegund guðs veru. Tað náttúrulögmál, sem mestu varðar á svæði siðafræðinnar er það, sem niðurraðar og stýrir hinum margvíslegu og einatt næmu hlutföllum milli manns og manns, sem vefa lífskjör vor og gjöra sálir vorar samtengdar og skuldbundnar sín á milli. Tilveran er ein samhljóða heild. Enginn hlutur í heiminum er sá til, er eigi sé við heildina bundinn eins og partur hennar. Hið eina, hið gjörvalla, er því skilyrði tilveru allra skapaðra hluta; það er andardráttur anda vors, kennan tilfinninga • vorra, kraftur krafta vorra. Ekkert er til af sjálfu sér eða fyrir sjálft sig. Allir hlutir eru hverir öðrum háðir; og eins og allar þungastærðir eru í sífeldum samdrætti fyrir þungann, eins er á botni allra kennana (tilfinninga) hulin löngun eða þrá eftir fylling heildarinnar, alkenn- an, (panpaþía), sem öfluglega birtist í sálmaljóðum allra trúar- bragða heimsins. Engin skepna stendur stök, því heild tilver- unnar verkar á alla parta hennar, og í þeim skilningi eru orð 12*

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.