Eimreiðin - 01.09.1903, Page 21
181
(astronómíu), eins mun kraftaverkaátrúnaðurinn þoka fyrir trú-
arsjón vísindanna.
Vér heyrum einatt talað um guð sem góðan, og stundum er
hann kallaður góðleikinn sjálíur í æðsta skilningi. En guð er meira
en góðleikur. Guð er hið objektíva í tilverunni, skoðaðri sem
æðsta alræði breytninnar. Guð er þannig allsherjar-regla góðleik-
ans; að kalla guð góðan er mannkenning (anþrópó morfismi).
Skepnur hans eru meir og minna góðar, alt eftir því, sem þær
eru meir eða minna eftirmyndanir hans, og eftir því, hvernig þær
hlýðnast vilja hans. A máli vísindanna er guð hvorki góður né
illur, því að hann er yfir alt hafinn, en þó er eðli hans eða vera
æðsti dómur alls góðleiks og siðgæðis. Og guðs vilja má nema
af þeim opinberunum hans, sem vér á tungumáli vísindanna köll-
um staðreynd, sem vér ummerkjum svo nákvæmlega sem unt
er og köllum »náttúrulög«. Guð er eigi sjálf tilveran; hann er
eigi (hvorki í einstaklegum né sameiginlegum skilningi) sama sem
tilurðir heimsins (facta), hann er eigi allsherjar-summa allra hluta,
verunda og tilurða. Hann er það alstaðar-nálæga eðlisfar í til-
verunni, sem krefst hlýðni; vilji guðs birtist eins og það í tilver-
unni, er vér hljótum eftir að fara. I einu orði: Guð er alls-
herjar-regla siðferðis og alræðisvald allrar breytni. Petta heitir
ígyðistrú (enþeismi), en eigi algyði (þanþeismi), því það
(enþeisminn) viðurkennir mismun guðs og alls, þ. e. summu allra
hluta. Það er eingyði (monoþeismi), en eigi hið gamla ein-
gyði, því að sú trú skoðar guð eigi sem églega veru. Pó heldur
þessi trúarskoðun kjarna hinnar elztu hugsjónar um guð og sam-
þykkir um leið alt það, sem rétt er í algyðistrúnni. Guð hefir
ávalt verið hugsjón með siðlegri þýðing. Guð var og verður (með-
an orðið er viðhaft) allsherjar-vald allrar breytni. En fyrir því að
niðurröðun heimsins í aðal-eðlisdráttum hans er í sjálfri sér bund-
in nauðsyn, sem þýðir, að hún getur með engu móti verið öðru
vísi, né hugsast öðru vísi, þá er guð eðlisrök heimsins (raison
d’ étre) og eigi einungis þessa, heldur sérhvers hugsanlegs heims.
I þessum skilningi kennir ígyðistrúin að guð sé yfirnáttúrlegur
(supranaturalis), Og þó speki hins yfirnáttúrlega, eða súpranatúr-
alisminn, kunni að vera miður merk eins og hún hefir verið kend
af hinum dogmatisku spekingum, býr í henni sannleikur sem æfin-
lega heldur gildi.
Peir, sem sjá í náttúrunni ekki annað en efni í hreyfing, undrast