Eimreiðin - 01.09.1903, Qupperneq 22
i82
að vonum þá tilurð eða staðreynd, að skipulegur heimur (kosmos)
með lifandi og siðlega batnandi verum skuli framþróast úr þvílíku
frumefni. En dýpri kensl á hlutföllum náttúrunnar birtir oss, að
heimurinn er kosmos, sem hefir sín ákveðnu og óbreytilegu lög,
og að þau lög eru alveg eins verulegir (real) frumpartar náttúr-
unnar eins og hinir áþreifanlegu. Peir eru eigi til út af fyrir sig,
eða koncret, en þó verulega (realt) til, og enda meiri þýðing-
ar en virkileiki námskynjaðra hluta. Kosmos er eigi einungis ein
ógnar-heild ótölulegra atóma (frumagna) og heilla sólna og hnatta,
heldur birta hinir smágjörvari veíir hans, að niður að hinu allra
smæsta nær samfeld heild dásamrar niðurröðunar, sem full er lífs
og staðfestu og gædd er glöggum og skynjanlegum einkunnum.
Heimurinn hefir objektleik, þ. e.: hann hefir sjálfstæða tilveru,
óháða því, sem vér hugsum hann sé. Hann er eigi eins og vér
myndum oss hann í huga vorum, heldur hljótum vér að hugsa
oss hann — læra að hugsa oss hann, eins og hann er, og hegða
oss þar eftir.1
Þessar eru meginstaðhafnir vísindanna, sem jafnvel hver mað-
ur ætti að þekkja, sem eigi hefir minstu vísindaþekkingu. Ein-
ungis þær verur standast þróunar framrásina til lengdar, sem sam-
kvæmt þeim sannleik breyta. Pannig gróðursettu menn og bundu
sannleikann í siðareglum, þegar áður en vísindin kunnu að rök-
1 Höfundurinn bendir stundum í ritum sínum á stærðfræðina sem ljósasta dæmi
þess, hversu eðlislög tilverunnar hljóti að vera allsherjar-nauðsyn háð, o: eilíf; t. d.
margföldunartaflan, eða líkingin (a—b)2, o. s. frv.
ígyði (enþeismi) kennir alstaðar-íbúð guðs, en í heiminum (ekki fyrir utan
hann). Algyði (panþeismi) kennir, að guð sé sama sem heimurinn. Polyþeismi
er = marggyði, eins og hjá Rómv. og Grikkjum. Löggyði (nomoþeismi) kennir,
að lög náttúrunnar ög eðli sé bæði opinberanir guðs og partar hans veru. Eingyði
(monoþeismi) er sú fræði, að til sé einn guð, bæði yfir heiminum og í honum, og
er hann venjulega hugsaður sem persóna með mannkenningu — eiginleikum (í æðsta
skilningi). Þó gilda engar þessar ummerkingar um hin fornu, afar-dulu trúarbrögð
Austurasíumanna, sízt Búddatrúna. í^eirra hugsjónir um guðdóminn skilja nálega
engir fræðimenn hinna vestlægu landa, þ. e. þeim ber aldrei saman um þær.
Pósitívistar og margir yngri fræðimenn eru hættir við ídealisma eða súbjekt-
ívisma Kants, sem áleit, að enda þótt menn hlyti að trúa objektívri tilveru heims og
hluta, þá gæti menn eigi þekt fyrir víst meira en sínar eigin reyndir og hugmyndir
um hlutina. »Das Ding an sich« (hlutinn í sjálfu sér) gæti enginn þekt né sannað.
það er númmalismi. Nú hafa menn þótzt sjá, að súbjektið (maður sjálfur) er
líka objekt, og kemst að eðli allra hluta fyrir lögmál formsins, sem skapar hlut-
ina, og er þeirra raison d’ étre. (Pýð.).