Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1903, Side 23

Eimreiðin - 01.09.1903, Side 23
i«3 styðja þær og skýra. Trúin er opinberun að svo miklu leyti sem hún sér og skynjar fyrirfram viss sannindi, sem á þeim tíma, þeg- ar hún myndaðist, vóru enn þá ókunn. Trúarhugsjónir hlutu fyrir þá sök að verða fyrirmyndanir (sýmból), og urðu eigi kendar nema í dæmisögum. En eftir því sem vísindunum fer betur fram, eftir því lærum vér betur að skilja þýðing eftirlíkinganna. Guð er í öllum hlutum, en bezt er hann auglýstur í mann- inum, einkanlega þeim, sem siögæðisins leitar. Og þessi er mein- ing hinnar guðmannlegu fyrirmyndar, eða Krists — frelsarans, hvers kenning er »vegurinn, sannleikurinn og lífið«. Jesús írá Nazaret var, samkvæmt nýjustu og nákvæmustu rannsóknum, sögulega sönn persóna, en engin goðsögu-vera eða hugsjónarsmíði, hversu mjög sem ýkjur og öfgar trúarskáldskapar- ins hafa umbreytt honum og ummyndað hann, eins og gjört hefir verið við aðra æðstu fræðifeður vors kyns, svo sem Zóróaster og Búdda. En hvort Jesús hafi verið sögulegur maður eða eigi, hefir minni þýðing, því að spurningin er eigi um það, hvort Jesús frá Nazaret lifði fyrir 2000 árum, heldur það, hvort Kristur, guð- mannshugsjónin, sá kraftur frá guði, sem framknýr vort kyn á siðgæðisveginum, sé nú lifandi og nálægur. Bað eru til kristnir menn, sem eigi hafa annan kristindóm en Jesúisma. En kristn- ir menn skyldu læra að aðgreina Jesúm og Krist. Jesús kendi veginn, sannleikann og lífið eins og hann skildi það, en Kristur er vegurinn, sannleikurinn og lífið. Hann er fyrirmynd góðleikans og hinnar lifandi eftirþrár eftir siðgæði, mannelsku og kærleik, eins og þvílíkt má í manni holdgun taka. Sá, sem trúir á Jesúm frá Nazaret, er eigi enn laus við heiðindóm. Hann hefir trú hjá- trúarmannsins, sem trúir á kraft töfranna; sem sé, hinna kristnu. Sá einn, sem trúir á Krist og breytir eins og Kristur, hefir tekið algjörlega kristna trú, lausa við allar heiðnar leifar. 4. Djöfullinn. Hið illa gjört að persónu virðist í fyrstu hryllilegt. En því betur sem vér íhugum persónugervi djöfulsins, því fremur er eins og ljósi bregði yfir myndina. Djöfullinn er frá upphafi vega sinna talinn íbúð alls, sem er óyndislegt, og því næst allrar ilsku og ranglætis. Hann er hatrið íklætt holdi og blóði, eyðilegging og tortíming; og í þeirri veru sinni er hann fjandi tilverunnar, skap-

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.