Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1903, Qupperneq 28

Eimreiðin - 01.09.1903, Qupperneq 28
188 brenna hvern stubbinn fyrir sig. Bezta ráðið til að ná stubbun- um burt er að nota konung allra dýranna, fílinn. Annaðhvort ríf- ur hann stubbinn upp með tönnunum, ef hann hefir nokkrar tenn- ur, eða hann dregur hann upp með reipum. Kaffibóndinn leigði því fíla, einn og tvo og þrjá í einu, og svo byrjaði vinnan. Pann langbezta af öllum fílunum átti sá langversti af öllum fílrekunum eða »mahátunum«, sem þeir eru þar nefndir. Petta ágæta dýr hét Moti Guj. Fíllinn var réttmæt eign mahátsins og mundi slíkt ekki hafa átt sér stað undir innlendri stjórn, því Moti Guj var skepna, sem hver konungur mundi hafa girnst, og nafn hans þýddi líka »perla«. Af því Bretar stjórnuðu landinu, hélt Deesa, svo hét fílrekinn, eign sinni í friði. — Deesa var drykkfeldur. Pegar hann hafði unnið sér inn talsvert af peningum á afli fílsins, var hann vanur að drekka sig augafullan og lemja Moti Guj með tjaldhæl yfir viðkvæmu neglurnar á framfótunum. Moti Guj spark- aði aldrei lífið úr Deesa, þegar þetta kom fyrir, því hann vissi, að þegar barsmíðinu létti, mundi Deesa faðma á sjer ranann, gráta og kalla sig elskuna sína, lífið sitt og lifrina í sálinni sinni og gefa sjer dálítið í staupinu. Moti Guj þótti mjög gott í staup- inu, einkum romm, en hann gat líka drukkið pálmavínstoddy, ef ekki bauðst betra. Svo var Deesa vanur að leggjast til svefns milli framlappanna á Moti Guj, og þar sem Deesa vanalega valdi miðjan þjóðveginn og Moti Guj hélt vörð yfir honum og leyfði hvorki ríðandi, fótgangandi eða akandi mönnum að komast áfram, var öll umferð hindruð, þangað til Deesa þóknaðist að rísa úr rotinu. Pað var ekki að tala um svefn á daginn í vinnunni hjá bónd- anum; launin vóru of há til að verða af þeim. Deesa sat á háls- inum á Moti Guj og sagði honum fyrir vinnunni, meðan hann reif upp stubbana, því hann hafði tvær fyrirtakstennur. eða dró þá upp með reipum, því hann hafði tvo fyrirtaksbóga, og á meðan klappaði Deesa honum bak við eyrun og kallaði hann konung fílanna. Á kveldin var Moti Guj vanur að hirða 300 pd. af fóðri og þriggja marka skál af rommi, og Deesa fekk sér þá hressingu um leið; svo söng hann kvæði sín milli lappanna á Moti Guj til háttatíma. Einu sinni á viku teymdi Deesa fílinn niður að ánni, og þar lá Moti Guj makindalega á hliðinni á einhverjum grunnum stað meðan Deesa þvoði hann með grófum bursta og tígulsteini. Moti Guj viltist aldrei á þungu tígulsteinshöggunum og á létta
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.