Eimreiðin - 01.09.1903, Síða 33
193
unum, þangað til sólarlag kom og hann sneri aftur heim til jötu
sinnar.
»Ef þú vilt ekki vinna, skaltu ekki heldur fá mat«, sagði
Chihun reiðulega. »Pú ert viltur fíll og hreint ekki tamið dýr,
farðu aftur til heimkynna þinna í frumskógunum«. Litli, móleiti
drengurinn haus Chihuns var að skríða á kofagólfinu, og rjetti
nú feita handlegginn móti stóra skugganum í dyrunum. Moti Guj
vissi vel að Chihun þótti ekki eins vænt um nokkurn hlut í
heiminum. Hann teygði út ranann með allra fallegasta krók á
endanum og litli drengurinn fleygði sér yfir hann með fagnaðar-
ópi. Moti Guj hélt honum föstum og smáteygði nú ranann upp,
þangað til litli drengurinn spriklaði uppi í háa lofti, 12 fet yfir
höfði föður síns.
»Voldugi höfðingi«, hrópaði Chihun, »hveitikökur af beztu
tegund, 12 að tölu, 2 fet að þvermáli og vættar í rommi, slcaltu
fá á augabragði og 200 pd. af nýslegnum sykurreyr með. Láttu
aðeins svo lítið að setja niður ómeiddan þennan litla orm, sem
er augasteinninn minn.
Moti Guj lagðí barnið gætilega milli framlappanna á sér, sem
hefðu getað muhð sundur allan kofann hans Chihuns, og beið svo
eftir mat sínum. Síðan át hann og barnið skreið burtu. Svo
blundaði Moti Guj og hugsaði um Deesa. Meðal annarra óskilj-
anlegra eiginlegleika fílsins er það, að þessi stóri skrokkur þarf
minni svefn en nokkur önnur lifandi vera. Fjórir eða fimm tímar
á nóttu er nægilegt — tveir fyrir miðnætti á annarri hliðinni og
tveir eftir kl. 1 á hinni hliðinni. Hinn tíma næturinnar notar
hann til að eta, hreyfa sig og halda hrókaræður við sjálfan sig.
Um miðnætti lagði Moti Guj af stað frá jötu sinni, því hon-
um hafði komið til hugar, aö Deesa kynni að liggja drukkinn
einhverstaðar í skóginum og enginn til að líta eftir honum. Hann
leitaði því alla nóttina um skóginn, blásandi, öskrandi og hristandi
eyru sín. Hann fór niður til árinnar og sendi drynjandi öskur út
yfir grynningarnar, þar sem Deesa var vanur að baða hann, en
enginn svaraði. Hann gat ekld fundið Deesa, en hann raskaði ró
allra fílanna á búgarðinum og skelkaði ýmsa Zigeunaflokka í skóg-
inum, svo þeir vóru nær dauða en lífi.
í dögun kom Deesa til búgarðsins. Hann hafði farið á ær-
legan túr og bjóst nú við hegningu fyrir að hafa verið lengur, en
hann hafði fengið leyfi til. Pað létti steini af honum, þegar hann
13