Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1903, Síða 36

Eimreiðin - 01.09.1903, Síða 36
196 »Jú, rétt«, sagði Tobra litli alvariega, »hún, sem fanst dauð í brunninum. Tað skeði einhvern tíma, ég man ekki hve nær það var, að veiki kom til þorpsins okkar, þar sem olíupressan okkar var, og fyrst veiktist systir mín í augunum og varð sjónlaus, því það var mata, barnabólan. far á eftir dó faðir minn og móðir mín úr sömu veikinni, og þá vórum við alein, bróðir minn, sem var 12 ára, ég, sem var 8, og systirin, sem gat ekki séð. Enn þá höfðum við samt uxann og olíupressuna og við skiftumst til að pressa olíu eins og áður. En Surjun Dass, körnsalinn, féfletti okkur í viðskiftum sínum, og uxinn var alt af óþægur að vinna með. Við hengdum gull- blóm handa guðunum á hálsinn á uxanum og á stóru kvarnar- stöngina, sem gekk upp úr þakinu, en það hjálpaði ekki hót, og Surjun Dass var harður maður«. »Bapri-bab!« mumluðu konur þjónanna, »að fara svo með börnin! en við þekkjum þessa bunnia-menn«. »Pressan var gömul og við vórum ekki sterkir menn, bróðir minn og ég; við gátum ekki einu sinni fest stöngina almennilega í hringnum«. »Pví get ég trúað«, sagði hin skrautklædda kona yfir-hesta- sveinsins, er kom að í þessu. »Pað þarf sterkan mann til þess. Pegar ég var ung stúlka hjá föður mínum . . .. « »Lofaðu honum að tala kona«, sagði maður hennar. »Haltu áfram drengur«. »Ó, það er ekki neitt«, sagði Tobra litli. »Stóra stöngin reif niður þakið einu sinni, ég man ekki hve nær, og með þakinu hrundi mestur hluti afturveggsins, og alt saman ofan á uxann, svo hann hryggbrotnaði. Pannig áttum við nú hvorki heimili, pressu eða uxa, bróðir minn, ég og systirin, sem var blind. Við gengum grátandi burt þaðan og leiddumst yfir akra og engjar, og alt sem við áttum af peningum vóru 7 anna og 6 pie (anna = 12 aur- ar og pie = 1 eyrir). Pað var hungursneyð í landinu. Ég veit ekki hvað það land heitir. Svo eina nótt, þegar við sváfum, þá tók bróðir minn þær 5 anna, sem við áttum eftir, og strauk burtu. Ég veit ekki hvert hann fór. Bölvun föður míns sé yfir honum. En ég og systirin sníktum okkur mat í þorpun- um, en enginn hafði neitt til að gefa. Peir sögðu bara allir við okkur: »Farið þið til Englendinganna, þeir munu gefa ykkur*. Ég vissi ekki hvað þessir Englendingar vóru; en mér var sagt,

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.