Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1903, Blaðsíða 42

Eimreiðin - 01.09.1903, Blaðsíða 42
202 minsta kosti hafa þaö gott af þessu að ég kemst hjá aö sjá hina mörgu, sem lifa í velgengni fram yfir verðleika, því það er sár- grætilegast af öllu. Hana nú! upp með þig, Kronosar og Hreu son! og hristu af þér þennan djúpa værðardvala, — því þú ert búinn að sofa lengur en hann Eþímenídesþ blástu upp eldinn aftur í þrumufleininum eða kveiktu á honum við Etnu og hleyptu svo upp stóreflis báli og láttu okkur sjá hinn manndómlega, æsku- fjöruga Sevs í bræði sinni, nema ef það skyldi satt vera, sem Kríteyingar hafa í frásögnum um þig og legstað þinn þar í eynni.1 2 3 7. Sevs. Hver er þessi, Hermes! sem er að garga þarna í Attíku undir Hýmettosfjalli, allur saman útataður og ótótlegur og klæddur geitskinnsstakki ? hann er, held ég, að pæla upp jörð- ina og bograr; hann er óðamála og frekjufullur; mun að líkindum vera heimspekingur, því ella talaði hann ekki í gegn oss svo guð- lausum orðum. Hermes. Hvað ertu að segja, faðir! þekkirðu ekki hann Tímon Ekkekratídesarson frá Kólýttos.8 fað er hann, sem fyrir skemstu var svo ríkur og gæddi okkur svo margsinnis með dýrð- legum blótum og enda heilum hundraðsblótum. Pað var hann, sem við sátum hjá Sevsblótin í svo ljómandi yfirlæti. Sevs. Æ, hvílík umskifti! þetta er þá ágætismaðurinn, rík- ismaðurinn, sem alténd var umkringdur af svo mörgum vinum. Hvað hefir þá hent hann, að hann skuli vera orðinn svona ó- dámslegur og vesaldarlegur, enda daglaunamaður, eins og ætla mætti af grefinu stóra, sem hann er að pæla með niðri í mold- inni ? 8. Hermes. Svo mætti að orði kveða, að góðsemi hans hafi farið með hann, mannástin og hjartagæzkan við alla þurfandi; en ef satt skal segja, þá var það óskynsemi hans, einfeldni og greind- arskortur í því að þekkja vini sína, þar sem hann varð ekki var við að það vóru hrafnar og úlfar, sem hann veitti velgerðir sínar. Hann ímyndaði sér, veslings einfeldningurinn, að hrægammarnir, sem slitu lifur hans, væru alúðar vinir sínir, og að þeim gengi ekki annað til en velvild, þegar þeir vóru að gæða sér á ætinu. 1 Epímenídes í Krít var prestur Sevs og- er margt kynjalegt frá honum sagt, þar á meðal að hann hafi lagt sig fyrir í helli nokkrum í Diktefjalli (í Krít) og sofið þar í hálfa öld. 2 fað vóru munnmæli í Krít, að Sevs væri jarðaður þar í eynni. 3 Kólýttos var »demos« (sveit) í Attíku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.