Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1903, Síða 44

Eimreiðin - 01.09.1903, Síða 44
204 hérna um daginn með heldur miklum ákafa á vitringinn hann Anaxagoras,1 sem ætlabi að telja lærisveinum sínum trú um, að engin hæfa væri í því, að við guðirnir værum til. En ég rnisti hans nú samt, því Períkles hélt hendi yfir honum, en þrumufleinn- inn skall niður í Anakeion2 og brendi það upp; vantaði minna á að fleinninn mölbrotnaði á klettinum. En það verður í bráðina nægileg hegning fyrir þá að sjá hann Tímon aftur vellríkan. 11. Hermes. (Við sjálfan sig um leið og hann sækir Auð) Nú, það var ekki ónýtt fyrir manninn að hann grenjaði svo hátt og var svona áleitinn og ósvífinn. Paö er nokkuð sem gagn gerir ekki einungis þeim, sem í málaferlum eiga, heldur einnig þeim, sem biðja til guðanna. Sko til! þarna verður hann Tímon stór- ríkur upp úr bláfátækt aðeins fyrir það, að hann meb ópi sínu og einurð í bæninni fékk leitt að sér athygli Sevs. Hefði hann bogr- að þegjandi yfir grefinu og pælt svo áfram, þá væri hann að pæla enn og enginn hefði skift sér af honum. Auður. Mér er ekki um að fara til hans, Sevs! Sevs. Pví þá ekki, Auður minn góður! Tegar ég vil nú svo vera láta? 12. Auður. Jú, því viti það Sevs, að hann hefir farið illa með mig, borið mig út og tvístrað mér í sundur, og það þó ég væri í vinfengi við hann frá tíð föður hans? Liggur ekki við að hann hafi lamið mig með lurkum út úr húsum sínum og farið með mig eins og þeir, sem hrista logandi eldinn af höndum sér? Á ég nú að fara aftur ög seljast í hendur sníkjugesta, smjaðrara og lausakvenna ? Sendu mig, Sevs! til þeirra, sem kunna að meta gjöf þína, sem leggja rækt við mig, sem virða mig mikils og hafa mig kæran. En þessir heimskingjar eiga að vera hjá henni Ör- birgð (Peníu) sinni, sem þeir meta meira en mig, og láta hana gefa sér geitskinnsstakk og gref, og þakki þeir fyrir að fá fjögra obola kaup, þessir garmar, sem kærulaust hafa útsóað tíu talentum. 13. Sevs. Upp frá þessu mun Tímon ekki gera þér neitt þvílíkt, því svo framarlega sem hann er ekki alveg tilfinningarlaus 1 Anaxagoras heimspekingur var uppi samtíðis Períklesi; hann var kærður fyrir guðleysi, þ. e. að hann tryði ekki á guði þá, er þjóðin trúði á. Períkles kom honum undan dauðarefsingu. 2 Svo nefndist hof þeirra Sevs-sona, Kastors og Pollux (Polýdevkesar) á há- borginni (Akropolis).

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.