Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1903, Blaðsíða 47

Eimreiðin - 01.09.1903, Blaðsíða 47
207 kemur, sem sé, makleg hefnd, þar sem aðrir gína aðeins berg- ingarlausir með þurrum gómi yfir gullinu, eins og hann Tantalos, en fyrir hinum fer eins og honum Fínevs,1 að Harpýjurnar hrifsa matinn frá munninum á þeim. En komstu nú einhvern tíma af stað og muntu þá reyna, að Tímon verður miklu skynsamari. Auður. Eað er nú rétt svo sem! eins og hann muni nokk- urn tíma hætta að ausa mér út af ásettu ráði, eins og úr göt- óttri körfu, — og það áður en ég get runnið allur inn, því hann vill verða fyrri til með útausturinn en ég með innrenslið, svo ég ekki kæfi hann. Mér virðist þetta engu líkara en að bera vatn í ker, Danaíðanna.2 Eg mun til einskis ausa í ílátið með því að það engu heldur, svo við liggur að það, sem í það streymir, hell- ist út áður en það er runnið inn; því sökum þess, að gatið er of vítt á kerinu, þá er alt óðara runnið úr því, og útrásin ó- stöðvandi. 19. Sevs. Nú, nú, ef hann ekki treður upp í þetta gat, sem ekki þurfti að opnast nema einu sinni, og ef þú rennur út á svipstundu, þá mun hann hæglega finna aftur skinnkuflinn og gref- ið í dreggjum kersins. En farið þið nú og gerið hann ríkan. Og mundu það, Hermes! að koma í heimleiðinni með Kyklópana3 frá Etnu, svo þeir geri við reiðarfleininn minn og skerpi hann, því mér mun öll þörf á því bráðum að hafa hann hvassan. 20. Hermes. Víð skulum þá fara, Auður minn! En hvað er þetta? Eú ert haltur. Eetta vissi ég ekki áður, góðurinn minn! að þú ert haltur í tilbót, auk þess að þú ert blindur. Auður. Ekki er ég það alténd, Hermes! heldur einungis þegar ég er sendur af Sevs og á að fara til einhvers; þá er ég einhvernveginn svo seinn á mér og haltur á báðum fótum, svo ég kemst með naumindum þangað sem ég á að fara, þegar sá, sem bíður mín, eins og stundum ber við, er kominn á gamals 1 Fínevs var spáfróður konungur á Fraklandi; hann var að boði guðanna hrjáður af meinvættum þeim, er Harpýjur nefndust; þær vóru meyjar fyrir ofan brjóst, en hinn kroppurinn í fugls líki; ræntu þær frá honum matnum eða útbýjuðu hann til skemda með óhreinindum sínum. 2 Danaíður, dætur Danaosar konungs í Argos, 50 að tölu, drápu að boði föður síns menn sína á brúðkaupsnóttinni (allar nema ein) og fengu fyrir það þá refsingu í undirheimum, að þær skyldu að eilífu og án afláts ausa vatni í sáld eða marggötótt ker. 3 Kyklóparnir (Hringeygingar) vóru eineygðir risar; eftir seinni sögnum vóru þeir smíðasveinar Hefestosar (eldguðs og smíðaguðs) í Etnu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.