Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1903, Qupperneq 52

Eimreiðin - 01.09.1903, Qupperneq 52
212 legg eg þá ríkt á við hann, að bíða kyrran með dyrnar læstar að sér og ljúka ekki upp fyrir neinum nema hann heyri mig kalla. Hermes. Nú skulum við þá fara inn í Attíku; haltu í skikkju mína og fylgdu mér þangað til við komum í útberjuna hans Tímons. Auður. það er vel gert af þér, Hermesminn! að leiða mig, því ef þú yfirgæfir mig, þá gæti ég auðveldlega lent í fanginu á honum Hyperbolos eða honum Kleon.1 En hvaða hljóð er þetta? Pað er því líkast, sem járn stappi við stein. 31. Hermes. Pað er hann Tímon, hann er þarna að pæla í grýttu fjalllendi skamt frá okkur. Hvað sé égP hún er þá þarna hjá honum, hún Örbirgð (Penía), Erfiðið, þolgæðið, Vizkan og Karlmenskan og allar þær verur, sem Hungrið hefir yfir að segja, og miklu eru betri en þitt lið. Auður. Ætli það sé þá ekki bezt, Hermes! að við drögum okkur burt hið bráðasta ? Pað er þó ekki líklegt að okkur verði neitt verulegt ágengt við mann, sem umkringdur er af slíku liði. Hermes. Annað vill þó Sevs vera láta. Við megum ekki láta okkur hugfallast. 32. Örbirgð. Hvert ertu að leiða blinda manninn þarna, herra Argus-bani!2 Hermes. Til hans Tímons hérna, við erum sendir af Sevs. Örbirgð. Hvað! er Auður nú sendur til hans Tímons, sem ég tók svo illa leikinn af Sællífinu og fékk í hendur Vizkunni og Erfiðinu og gerði með þeim hætti úr honum duglegan og mikils- verðan mann? Er hún þá svo lítilsverð í ykkar augum, hún Ör- birgð, og þykir ykkur svo lítið fyrir að gera á hennar hluta, að þið viljiÖ svifta hana þeim eina grip, sem hún á, — einum góð- um manni, sem hún hefir unnið dygðinni til handa? verður svo þetta ekki til annars, en að Auður ofurselur hann aftur Drambinu og Hrokanum og fær mér hann að síðustu aftur eins og annan ræfil, þegar hann er búinn að gera úr honum ódreng og vitsljótt kveifarmenni. Hermes. Hvað um gildir, Örbirgð! svona vill Sevs hafa það. 1 Hyperbqlos lampasali og Kleon sútari vóru nafntogaðir lýðæsingamenn á tímum Pelopseyjar-ófriðarins. 2 Argus-bani er eitt af kenningarnöfnum Hermesar. Þegar Sevs lagði ást við íó, fyltist Hera eiginkona hans afbrýði og setti Argos, (hinn hundraðeyga), til að gæta hennar. Drap Hermes Argos að boði Sevs.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.