Eimreiðin - 01.09.1903, Blaðsíða 60
220
Demeas. Gerir ekkert. Pú horfir á þá einhvern tíma seinna.
Pað er því betra sem meira er í það borið. — »0g með því að
hann enn fremur árið sem leið hefir barist eins og hetja fyrir
borgina í bardaganum við Akarnai1 og höggið niður tvær her-
sveitir Pelopseyjar-manna« — —
51. Tímon. Hvernig ætti það að vera? ég hefi ekki einú
sinni komist á liðsmanna skrána, af því ég hafði engin vopn.
Demeas. Pú lætur alténd svo lítið yfir þér, en við værum
óþakklátir ef við mintumst ekki afreksverka þinna. — »Sömuleiðis
hefir hann með lagafrumvörpum, ráða-tillögum og herforustu unn-
ið borginni stórmikið gagn. Sakir alls þessa ályktar hér með
ráðið, fólkið og dómþingið með vilja hvers einstaks og allra til
samans, að reisa skuli Tímoni standmynd af gulli við hlið Aþenu
á háborginni með þrumuflein í hendi og sjö geisla um höfuðið og
sæma hann með gullkrönzum; skal með hárri röddu kunngjöra
þetta í dag á Díónýsos-hátíðinni, er leiknar verða hinar nýju trage-
díur — Díónýsós-hátíðin verður sem sé haldin þennan dag í virð-
ingarskyni við Tímon.« Samþykt þessa bar upp Demeas mælsku-
maður, hans nánasti ættingi og lærisveinn, því Tímon er einnig
afbragðs-mælskumaður eins og yfir höfuð hvað annað, ef hann að
eins vill.
52. Svona hljóðar nú frumvarpið. En þá ætlaði ég sömu-
leiðis að sýna þér hann son minn, sem ég hefi látið heita Tímon
í höfuðið á þér.
Tímon. Hvernig stendur á því, Demeas! þú hefir aldrei
kvongast það ég til veit.
Demeas. Eti ég ætla, ef guð lofar, að kvongast að ári og
eignast barn og barnið — því sveinbarn verður það — læt ég
þegar í stað heita Tímon.
Tí m o n. Eg veit samt ekki nema giftingin farist fyrir, þegar
þú fær hjá mér annað eins högg og að tarna.
Demeas. Æ, æ! hvað er þetta? Tímon ætlar að brjótast
til valda og gerast harðstjóri; Tímon lemur frjálsa borgara og er
þó hvorki borgari sjálfur né frjálsborinn. En þú skalt bráðum fá
makleg málagjöld bæði fyrir annað og það sérstaklega, að þú
hefir lagt eld í borgarkastalann.
1 Akarnai, »demos« í Attíku.