Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1903, Page 63

Eimreiðin - 01.09.1903, Page 63
223 honum upp á milli allra þurfamanna; einum íimm drökmur, öðrurn eina mínu, þeim þriðja hálfa talentu, nema heimspekingur sé, því það er maklegt að hann fái tvöfalt eða þrefalt. En ég— taktu nú veleftir: Eg er ekki að biðja um það handa mér sjálfum, heldur til að útbýta því meðal minna þurfandi vina — ég er ánægður ef þú gefur mér fulla skreppuna mína hérna. Hún tekur reyndaf ekki meira en tvær egínskar skeffur, en heimspekingi sæmir bezt, að vera nægjusamur og óska sér ekki meira en í skreppuna kemst. Tímon. Fallega talað af þér, Prasýkles! en áður en ég fylli skreppuna þína, ætla ég að gefa þér á skallann fullan mæli af höggum, með grefinu mínu. Prasýkles. 0 lýðfrelsi! ó lög! hann lemur mig í lýðfrjálsri borginni, bölvaður maðurinn. Tímon. Pví ertu svona vondur, góðurinn minn? hefi ég dregið af þér? ég skal þá bæta við þig tólf pottum fram yfir málið. 58. En hvað er þetta? þarna kemur mesti sægur hlaupandi, ómennið hann Blepsías, hann Lakkes og hann Gnífón, stutt að segja, allir þorpararnir í hóp; þeir skulu nú fá fyrir íerðina. Ég held það sé bezt, að ég fari hérna upp á kletthæðina og hvíli grefið mitt, sem hefir nú lengi haft nóg að gera, en sjálfur fer ég að bera saman grjót og læt það svo dvnja yfir þá eins og haglhríð. Blepsías. Æ, kastaðu ekki, Tímon! við förum undir eins. Tímon. En um það skal ég sjá, að ekki farið þið héðan óblóðugir eða meiðslalausir. Pýtt hefir STGR. TH. R i t s j á. ^GUÐMUNDUR GUÐMUNDSSON: LJÓÐMÆLI. Reykjavík 1900.« — f>að þykir ef til vill nokkuð seint að minnast á þetta, sem nú er orðið meir en tveggja ára gamalt, og »úrelt« eftir skoðun þeirra manna, sem dæma alt úrelt og á eftir tímanum undir eins og það

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.