Eimreiðin - 01.09.1903, Page 64
224
kemur úr prentsmiðjunni. En samt sem áður verður að misbjóða þess-
um ritdómurum með því, að minnast lítið eitt á þessa Ijóðabók, þótt
hún hafi ekki fundið náð fyrir þeirra augum.
Guðmundur er einn af þeim, sem ekki hafa fundið náð hjá skáld-
dómurum vorum og blaðamönnum. Jón Olafsson er sá einasti, sem
minst hefir á Guðmund (í Nýju Öldinni), stuttlega, en vel. Annars
hefir enginn gefið honum gaum. Það er eins og með Magnús Gríms-
son, hann er aldrei nefndur, ekki einu sinni talinn með íslenzkum skáld-
um, en þótt söngmenn vorir hafi látið svo lítið að syngja einstöku
vísur eftir hann. Þó að lítið liggi eftir Magnús Grímsson, og þótt
hann ekki væri stórskáld, þá eru smákvæði hans svo lipur og Ijúf bæði
að formi og efni, að þau jafnast fullkomlega við margt hvað, sem allir
hafa í hávegum. Andinn í kvæðum Magnúsar er rómantiskur, eins og
hjá Bjarna Thórarensen, Jónasi Hallgrímssyni og Steingrxmi Thorsteins-
son, og það er einmitt þetta, sem gefur kvæðum þessara skálda sitt
eiginlega skáldlega gildi. Og Guðmundur er hárómantiskt skáld.
Annars er ekki auðvelt að segja í hveiju þessi rómantiski andi sé inni-
falinn, eða hvað hann sé — þessi »rómantík« hófst fyrst hjá fjjóð-
vexjum, og var þá eins og ljósglæta eða hrævareldur úr dularfullu mið-
aldamyrkri, og var þá misbrúkuð, svo skáldskapurinn varð einmitt ó-
skáldlegur. Pó að dönsku skáldin fengi keim af þessu, þá komust
þau aldrei í annað eins moldviðri eins og Þjóðverjar eftir Goethe.
íslendingar heldur ekki. Skáldskapur Eggerts er langt frá því að vera
»rómantiskur«, hann er þvert á móti »prósaiskur« — málfræðislegt og
»patríótiskt« »rímerí«, en glætt og lífgað af þeirri ættjarðarást, sem
gekk í gegnum alt líf og alla tilveru Eggerts. Seinni skáldin hafa lagt
út á alt annan veg. Það hefir farið fyrir »rómantíkinni« eins og fyrir
rímunum. Ef eitthvað var ort sem hét »rímur«, þá var það fyrirlitið ;
öllu þess konar átti að útrýma og það var (og er enn af mörgum)
skoðað sem þjóðarskömm — þeir hlökkuðu yfir að nú væri þetta dautt
og grafið — en þeim hefir ekki orðið kápan úr því klæðinu, því rím-
ur lifa enn, Ég er ekki að verja allar rímur; allir vita að þær eru
fullar af smekkleysum, en það er skáldunum að kenna, en ekki rím-
unum. Eins hefir farið með »rómantíkina«: Af því hún var mis-
brúkuð komst svo mikið óorð á hana sem kunnugt er. En »róman-
tík« er í öllum verulegum skáldskap, því að í öllu lífi er eitthvað dul-
arfult, eitthvað sem menn ekki skilja og aldrei fá skiiið; en af því
tíminn hefir orðið meira og meira verklegur (materíalistiskur), þá hefir
alt hneigst að því, og hér um bil allur skáldskapur orðið verklegur og
pólitiskur, eða með öðrum orðum: Lækkað úr hinu eiginlega skáld-
lega veldi. fví fór sem fór, þegar Holgeir Drachmann þoldi ekki
lengur við, þá varð hann »renegat« og fór aftur inn á rómantiska veg-
inn. En nú er hér ýmislegt, sem stendur hvað á móti öðru. Því
hefir verið haldið fram, að í skáldskapnum eigi hugsjónaflug og hug-
myndaríki (fantasi) ekki að eiga sér stað, menn eigi ckki að yrkja um
annað en »það sem ert; en samt er ekki unt að útrýma »rómantík-
inni« alveg, því að þótt nú sé einna mest (og ekki sízt í söguformi)
ort um sálarástand manna, þá liggur í því dularfult eðli, sem alt af er
verið að fást við, og þar af leiðir, að þessir menn em í rauninni »ró-