Eimreiðin - 01.09.1903, Blaðsíða 67
227
margir þykjast ekkert mega heyra nema (ó)siðferðilegt skinhelgiraul.
þeim skilst ekki að það eru einmitt sjálfra þeirra hræsniskreddur, sem
eru fram settar »fígúrulega« og svo átakanlega að þeim sárnar það,
því »sannleikanum verður hver sárreiðastur« — en þeir hneykslast ekki
á rógburðinum, slettirekuskapnum, níði um náungann og fleiru þess
konar: fað er alt tekið gott og gilt, eða að minsta kosti hneykslast
enginn á því. Ég get nú ekki neitað því, að mér finst ekki jafnmikið
koma til þessara »Sigrúnarljóða« eins og hins á undan, en það getur
komið til af því að slíkt á ekki eins við mitt skap; mörg af kvæðun-
um eru ljómandi falleg, en þar sem »tímans andi« er nú einu sinni
þannig, að flestir vilja hafa þessa sorg og eymd, og þykir nautn f
henni, þá er ekkert um að tala — en fyrstu kvæðin! Við gömlu
karlarnir verðum ungir aftur af að lesa þessa fjörkippi — þar sem alt
lífið leikur dansandi og syngjandi »yfir dal, yfir grund« — Gvendur
er ekki að »kókettera« við kvæðadísina og fá hana nauðuga til að
líta við sér; hún kemur sjálfkrafa og kallar, og sama er að segja um
smákvæðin sem eru aftar ( bókinni; þar er hann eins og Róbert Burns
eða þess konar náttúruskáld, þeim verður skáldskapur úr öllu, eða úr
mörgu sem aðrir ekki líta við. Ég gæti hugsað mér að Sigrúnar-kvæð-
in mundu hafa einnig getað framleiðst sem skáldsaga, en þá hefði
höfundurinn ekki haft tækifæri til að segja margt, sem ekki verður sagt
nema í kvæði. »Ich ehre den Rhythmus wie den Reim, wodurch
Poesie erst zur Poesie wird,« segir Goethe, en hvað sem um þetta er,
þá eru þessi Ijóðmæli vel ort og tilkomumikil, og ég verð að leyfa.
mér að setja hér það sem Jón Ólafsson hefir sagt um þau í Nýju Öld-
inni (III, 234), því Jón er frjálslyndur í skoðunum og ekki fjötraður í
vanakreddum1 — hann segir svo: »það hefir verið fundið skáldinu'
til foráttu, að hann í »Sigrúnu í Hvammi« kvæði um »ást í meinum«.
En er ekki fult svo mikið til af henni í heiminum eins og af ævarandr
ást í meinlausum hjúskap? Og eru. ekki þær tilfinningar, sem ást. í
meinum eru samfara, bæði sælan og bölið, eins sterkar og nokkrar
aðrar tilfinningar í mannlegri sál? Og sé svo, er þá ekki ást í mein-
um eins réttmætt og skáldlegt yrkisefni, eins og hverjar aðrar mann-
legar tilfinningar? 1 kvæði þessu er hvorki verið að lofa né fegra á-
stríðurnar, sem lýst er, né heldur að ámæla þeim beinlínis; það er að-
eins verið að lýsa, skýra. Og það er hverju skáldi réttmætt viðfangs-
efni. Vilji skáldið endilega vera siðalögmálspostuli um leið, er sízt út
á það að setja, ef hann gerir það ekki á kostnað skáldskaparins. En
engin nauðsyn er á því, til þess að verk hans sé skáldskapur. Skáld-
skapurinn er hagleg endurspeglun mynda og tilfinninga mannlífsins.
Mannlegar ástríður eru stórveldi, sem hafa margt fyrir stafni, stórvaxin
menningar-fyrirtæki, hrikalegar styrjaldir, ýmist við ofurefli, ýmist við-
lítilmagna, ýmist við jafningja; stundum réttlátar styrjaldir, stundum
ranglátar, stundum beggja blands. En snild og skilningsgáfa sögu-
1 Nýja Öldin varð að hætta eins og fleira hjá okkur. Pað er skömrn fyrir
alla að nenna ekki að njóta þess sem þar er ritað, t. a. m. um »breytiþróunina«
(Darwin) og margt fleira. Sama er að segja um ritgerðir dr. P. ThorOddsens urn
þessa hluti (í Tímariti Bmfél.).
15'