Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1903, Blaðsíða 70

Eimreiðin - 01.09.1903, Blaðsíða 70
230 miklu siðaspilling, sem átti sér stað á Sturlungaöldinni, og í hverja nið- urlæging heimilis- og hjúskaparlífið þá var komið, en þegar spurt er að orsökunum til þessa, þá gefst höf. alveg upp og segist ekki treysta sér til að skýra frá þeim, nema að svo miklu leyti sem þetta kunni að stafa frá umbrotum heiðninnar og kristninnar. Viðkunnanlegra hefði það verið að láta það eitthvað heita, þó skýringin hefði máske ekki orðið fullnægjandi. Það er lítil sönnun fyrir ættjarðarástinni hjá skógarmönnum sögualdarinnar, að þeir lifðu árum saman í sekt án þess að forða sér til útlanda (bls. 67—8). Þetta var blátt áfram af því þeir gátu það ekki. þeir vóru »óferjandi», enginn mátti né þorði að flytja þá, enda minnumst vér ekki að þess sé nokkurstaðar getið í sögunum, að þeir hafi átt kost á því, en ekki þegið boðið. Öðru máli var að gegna með fjörbaugsmenn eins og Gunnar á Hlíðarenda. Einna ófullkomnast í allri bókinni er yfirlitið yfir stjórnarskipun þjóðveldisins. Vér eigum þar auðvitað ekki við, hvað það er stutt og lauslegt, því við öðru er ekki að búast eftir öllu sniði bókarinnar. En hins hefðum vér getað vænst, að það litla, sem sagt væri, væri rétt og bygt á hinum beztu heimildum. En því miður vill út af því bregða. Þegar litið er á heimildarskrána, sést að höf. byggir eingöngu á ritum Maurers, sem að vísu vóru ágætisrit á sinni tíð, en eru nú engan veg- inn einhlít. Oss er óskiljanlegt, að nokkur geti gengið fram hjá rit- gerð Vilhjálms Finsens »Om den oprindelige Ordning af den islandske Fristats Institutioner«, þegar hann ætlar að fara að skýra frá stjórnar- skipun þjóðveldisins. En þó sést ekki að höf. hafi notað hana. Af- leiðingin er líka ýmsar villur og ónákvæmni, sem hjá hefði mátt kom- ast, enda eru sumar þeirra fremur sprotnar af fljótfærni en vöntun á góðum heimildarritum. Á bls. 56 segir að »goðavaldið hafi í upphafi verið sjálftekið vald« og að »blótstörfin hafi verið tengd héraðsstjórninni frá fornu fari«. En hvorugt er rétt. Á Norðurlöndum yfirleitt vóru goðarnir sér- stök prestastétt, sem höfðu ekkert veraldlegt vald. En á íslandi einu skipaðist þetta á annan hátt. Þar fengu goðarnir líka verzlegt vald, sem þó var engan veginn «sjálftekið í upphafi«, heldur veitt með Iögum (Olfljótslögum). Það vóru heldur ekki allir íslenzkir goðar, sem fengu þetta vald, heldur vóru það eingöngu goðarnir við höfuð- hofin, hinir svonefndu forráðsgoðar (sem höfðu »mannaforráð«), upphaflega 36 að tölu, en síðar 39, En auk þeirra var í heiðni til fjöldi af hofgoðum (og vóru sumir þeirra konur), líklega töluvert fleiri en nú eru prestar á landinu. Hlutfallið var því svipað eins og ef menn hugsuðu sér, að allir prófastar landsins nú á dögum væru jafnframt sýslumenn. Á bls. 58 segir að alþingisdómurinn hafi tekið mál manna og réttarþrætur til úrskurðar »undir forsæti lögsögumannsins«. En þetta er ekki rétt. Lögsögumaðurinn sat ekki dóminn og hatði það eitt með dómana að sýsla, að ákveða fyrir þá stund og stað. Það er heldur ekki rétt (bls. 62), að dómarnir eða »réttarstörfin« hafi farið fram í lögréttunni. þá er það og býsna-ónákvæmt og ofsagt, að hver einasti fijálsborinn maður hafi getað átt von á því að verða kvaddur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.