Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1903, Síða 72

Eimreiðin - 01.09.1903, Síða 72
232 Poesi i Rythme og Klang). Öll bera þau þjóðernis-einkenni frá byrj- un til enda. Auk þess er létt að leika þau og skilja þau. Sönglög þessi eiga tilkall til, að þeim sé athygli sýnd á hverju heimili«. Allur ytri búningur heftis þessa er ,í bezta lagi. H. P. FERÐ UM SNÆFELLSNESS- OG DALASÝSLU sumarið 1902. Flöfundur Þórhallur Bjarnarson. Rvtk (sérpr. úr »Búnaðarritinu« 1903). — Stjórnendur Búnaðarfélags íslands vilja kynna sér af eigin heyrn og sjón hugi manna og háttu í sveitunum, Sakir þess fór for- seti félagsins ferð þá, er hér er um að ræða. Ritgerð þessi er í 16 köflum og 54 bls. að stærð. Ritgerð þessi er ágæt bæði að búningi og efni. Alstaðar lýsir sér í henni brennandi ættjarðarást og bjargföst trú á blómlegri framtíð lands og þjóðar. Efnið er margbrotið, því höf. víkur að ýmsu, sem »ekki beint snertir ferðina«,. en honum »kom til hugar í og upp úr ferðinni«. Ftér. skal minst á nokkur einstök atriði. Húsakynnin eru aum og endingarlaus víða um Snæfellsnes. Höf. leggur til, að grjótið sé notað meira til húsabyggingar en nú geris't. —- Honum þykir ekkert efamál, að grunnskreiður hjólabátur gæti farið eftir Hvítá í Borgarfirði. — Nýja brautin frá Borgarnesi vestur í Hnappa- dalssýslu ætti að verða viðskiftalífæð milli sveitanna og Reykjavíkur, Eftir brautinni er nú mesti fjöldi vagna stöðugt á gangi. —- Við Rauða- melsölkeldu mætti reisa heilsubótarskála til sumarvistar. Um Staðarsveit og Breiðuvíkurhrepp ritar höf. langt mál, og tek- ur hann upp í ritgerðina skýrslur um sveitir þessar frá 2 merkum og nákunnugum mönnum. Breiðavíkurhreppi er lý.st á þessa leið: »Af- brigða slægjur, fengsæl fiskiver hvort út af öðru, sauðlönd afbragðsgóð og afréttarlönd afarvíð og kostagóð«. Þótt sveitir þessar séu einhver allra bezti bletturinn á öllu landinu, hefir þeim þó hnignað mjög síð- ustu árin sakir fólkseklu, og margar jarðir hafa lagst í eyði í Staðar- sveit. Auðvitað er innflutningur nýtra framkvæmdarmanna eina ráðið til þess, að sveitir þessar rétti við. Innflutningurinn gæti verið úr öðr- um landsfjórðungum . og jafnvel frá útlöndum (t. d. Finnlandi). Sum- staðar mætti hafa stórbú t. d. á Knerri. Á engjunum þar »sló 18 vetra unglingur á 18. þurrabandshesta á dag af kýrgæfu heyi«. Höf. vonar að stórbú rísi upp. Þau mundu bera sig bezt, því þar væri »vitið mest og minstu til kostað móts við afurðir«; hann skýrir ná- kvæmar hugmynd stórbúanna og færir rök fyrir kostum þeirra. Aðal- orsökin »til úrkynjunar fólksins og hnignunar héraðanna« um Snæfells- nes er óefað sú, að þar komst á miklu meira ófrelsi en annarstaðar á landinu. Héruð þessi vóru skongsland og kaupmanna«. Móland er ágætt í Eyrarsveit og víða go.tt um Snæfellsnes. En mógæðunum í Kolgrafarlandi (austan Kolgrafarijarðar) er alveg við- brugðið. Gæti þar ef til vill orðið arðsöm mósala. Höf. leizt vel á »snæfelska móskerann« og lýsir honum. — Stykkishólmur getur orðið miðstöð allrar verzlunar við Breiðatjörð. Þar mætti koma upp stór- skipabryggju, og innsiglinguna má bæta með leiðarljósum. Mótorbátar,

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.