Eimreiðin - 01.09.1903, Page 73
233
sem færu reglubundnar ferðir fram og aftur um Breiðafjörð, gætu
komið að góðu haldi.
Höf. lýsir skemtilega ferð sinni um Dalasýslu. Margir Dalamenn
eru sjálfseignarbændur. Þeir eru og flestum fremri í notkun jarðyrkju-
verkfæra og hestakraftar. I súðurhluta sýslúnnar hefir verið unnið mjög
mikið að landbúnaðarbótum síðustu árin. — Höf. minnist á Saurbæ-
inn, sem er áfargrasauðug sveit. — Um skólann í Ólafsdal ritaj;
höf. mjög hlýlega og um áhrif þau, sem skólastjórinn (Torfi) hafi á
lærisveina sína.
1 ritgerð þessari eru miklar upþlýsingar um búnaðarfélög og bú-
skap einstakra manna. Félagatalan í Búnaðarfélagi íslands var — í
byrjun aprílm. 1903 — orðin full 500, og eru 90 búnaðarfélög í
þeirri tölu; um 180 félagar hafa bæzt við 2 síðustu árin.
Slíkar ferðir, sem þessi var, tengja saman Búnaðarfélag íslands og
búnaðarfélögin í sveitunum, svo góð kynning og samvinna kemst á
milli þeirra. Óefað heldur fofsetinn áfram ferðum þessum. Sakir
áhuga, vitsmuna og lipurðar er hann ágætlega vel fallinn til þessa starfs.
H. P.
ÁRNI GARBORG: TÝNDI FAÐIRINN. Árni Jóhannssov
þýddi. Seyðisfirði (D. Östlund) 1902. — Bók þessi er 106 bls. að
stærð. Henni fylgir mynd af höf. Efnið virðist vera á þessa leið:
Gamall bankamaður, Gunnar að nafni, hefir alið aldur sinn í fjarlægu
landi og í félagi við annan mann, sem var »verri blóðsuga« en hann.
Gunnar leitar nú heim, og frásöguna byrjar hann með orðum þessum:
»Ég hafði lifað eins og tapaði sonurinn, og var eins og hann farinn
að líða nauð; en þegar ég eins og hann leitaði heim aftur, var faðir-
inn á burtu«. Hvorki prestarnir, spekingarnir né þeir menn, er sjá
undrasjónir, gátu vísað honum á föðurinn. Þá félst honum hugur og
hann hætti leitinni. Gunnar var nú yfirgefinn og einmani og bugaður
af sorg, vonbrigðum og hugsýki. Árangurslaust leitar hann á allan
hátt huggunar og friðar. Gunnar átti einn bróður, Pál að nafni, er
var einsetumaður úti á eyðiheiði. En Páll er kristinn að breytni, kristi-
legur í anda og fær smátt og smátt meiri og meiri áhrif á bróður
sinn, Gunnar lærir að síðustu að fyrirgefa, sskriftar fyrir bróður«
sínum og fær hjá honum fyrirgefning í nafni guðs. Éá er þungri
byrði létt af honum. Hann hefir von um að geta fundið föðurinn.
Nokkru seinna dó hann í sátt við guð og menn. Við gröf hans var
sungið kvæði (Þ. G. hefir þýtt það); í kvæðinu er hann látinn segja:
»En heilög sátt og sálarró
skal signa leiði þess sem dó.
Því sá mér fyrstur fyrirgefur,
sem fylsta refsikröfu hefur«. ...
»Nú látið kirkjuklukkur gjalla.
Ég kvaddi heim í sátt við alla«... .
Aðaldrættirnir, sem skáldið hefir dregið í sögu þessari, eru lýsing-
arnar á sálarlífi bræðranna: hugsýki Gunnars og trúarlífi Páls. Lýs-