Eimreiðin - 01.09.1904, Síða 31
menningarstig, að hann taki til máls í bókmentunum — mjög
lengi að koma auga á kristindóminn. Það er kunnugt, hvílíkum
smánaryrðum Tacítus (Annálar XIV, 44, útgefnir kringum 115)
fer um hinn kristna trúflokk út af brunanum í Róm á dögum
Nerós, sem lítilmótlegt og viðbjóðslegt fyrirbrigði, snokkra
menn, sem séu mjög óþokkaðir sökum lasta þeirra og kallist
kristnir«. »Nafnið er dregið af Kristi nokkrum«, segir hann enn
fremur, »er aftekinn var á stjórnarárum Tíberíusar af Pontíus
Pílatus landsstjóra, en þessi skaðvæna hjátrú, er tekist hafði að
bæla niður í bili, gaus upp aftur, ekki aðeins í Gyðingalandi, þaðan
sem þetta fár er runnið, heldur líka í höfuðstaðnum, þar sem allir
glæpir og svívirðingar safnast saman úr öllum áttum og berast
út«. Raunar telur hann, ósannað, að þeir hafi átt sök á brunan-
um, en þykir auðsjáanlega eðlilegt, að þeim sé kent um hann
sökum »haturs þeirra á mannkyninu«. Vinur Tacítusar, Pliníus
yngri, er vægari í dómi sínum um þá. Pegar hann var jarl í
Biþyníu, varð hann að yfirheyra nokkra kristna menn, er ákærðir
vóru fyrir brot á banni gegn leynifélögum. Hann spyr keisara að
því í bréfi til Trajans (96. br. frá árinu 112), »hvort nafnið kristinn
varði við lög, jafnvel þótt engin afbrot fylgi því, eða aðeins þeir
glæpir, er séu því samfara«, og skýrir þar næst frá aðferð sinni.
Hann heimti af hinum ákærðu, að þeir ákalli guðina, ef þeir vilji
firra sig hegningu, fórni mynd keisarans reykelsi og víni og for-
mæli Kristi, »og til þess á ekki að vera hægt að kúga þá, sem
kristnir eru í raun og veru«. Við yfirheyrsluna skýrðu nokkrir
menn frá því, er fyrir eina tíð höfðu verið kristnir, að afbrot eða
villa þeirra hefði verið fólgin í því, að þeir hefðu verið vanir að
koma saman fyrir dögun á ákveðnum degi, syngja sálma Kristi
til dýrðar, eins og hann væri guð, og skuldbundið sig með eiði —
ekki til að fremja neina glæpi, heldur hins, að þeir skyldu hvorki
ræna né stela né drýgja hór né rjúfa orð sín né synja fyrir fé, er
þeim væri trúað fyrir, er það væri heimt aftur. Pegar þessu væri
lokið, væru þeir vanir að skiljast og hittast aftur heima til þess
að eta saman, en ekki nema óbrotinn og saklausan mat«. Pynt-
ingar á tveim vinnukonum hefðu ekki heldur leitt annað í ljós en
»gegndarlausa hjátrú og heimsku«. Petta hneyksli virtist að vísu
þó nokkuð alment, en Pliníus heldur þó, að stemma megi stigu
fyrir því, ef ofmikilli hörku sé ekki beitt.
Þannig leit mentalýður í Róm enn á þetta á 2. öld. Af þessu