Eimreiðin - 01.09.1904, Qupperneq 50
210
þvo þá í vatni þessu þegar í staö, svo að þeir verði hreinir, og
ef þeir gerast öðru sinni sekir um hið sama, skal ég gera þá
hreina aftur, ef þeir berja sér á brjóst og reita hár sitt. Hjá
honum sezt Konstantínus að og tekur sonu sína til sín.
Enn þá heyrast ómarnir af dunum bardagans í skýringum
Simplikíusar á Aristóteles, en á þeim tíma, er menn hafa beðið
ósigur í orrustunni. Hann var einn þeirra heimspekisprófessora,
er fór af landi brott til Persalands, þegar Jústinían lokaði háskól-
anum í Aþenu, síðasta hæli heiðindómsins, 529. I æði örvænt-
ingarinnar gerir hann allmikla útúrdúra og ræðst þar á »kristna
guðleysingja«, af því að þeir neiti guðdómi himinhnattanna og
haldi fram upprisu líkamans. Hann hamast, sem óður væri, gegn
öðrum ritskýranda, Jóhannesi Fílóponos, af því að hann hafði
tekið kristna trú og trúði því, að heimurinn ætti að farast, gagn-
stætt því sem Aristóteles hélt fram. Eftir því ætti sá heimur að
týna tilveru sinni, er kristnir menn kalla sjálfir fótskör guðsl
Pað er í rauninni nógu gaman að virða fyrir sér, hversu
margar mótbárur gegn kristninni er komið upp með í þessum
gömlu deiluritum. Ein altíð nútíðarmótbára finsthvergi: að krafta-
verk geti ekki átt sér stað. Ásækendurnir trúðu sjálfir á krafta-
verk, og það verður varla sagt, að rökræður þessar bíði halla við,
að þetta atriði kemur ekki til greina. Af árásum þessum er auð-
séð, hversu kristinni trú hafði hepnast að verða að heimsku einni
fyrir sjónum Grikkja. En það var einmitt það, sem hún vildi líka,
og talsmenn hennar spara ekki heldur að hafa þann flötinn uppi.
Pað sem mér þykir þó langmerkilegast, er bjarmi sá, er bregður
á forngrískan anda af kenningum þeim, er þeir einkum hneykslast
á. I fyrsta lagi er það trúin án sannana. Pví að Grikkir vóru
hugspekingar. Pessu næst er það skrælingjalegur uppruni kristin-
dómsins og lélegur söfnuður. Forn-Grikkir vóru stórmenni í anda,
gengu beinir og brattir, og lét ekki að engjast sundur og saman
af iðrun og angri, sem tollheimtumönnum og bersyndugum. Enn
fremur er það kenningin um upprisu holdsins og fæðing guðs af
jarðneskri konu. Heimspeki Platóninga hafði kent mentuðum
mönnum, að þeir skyldu aðeins hugsa um sálina og komið inn
hjá þeim andlegu og háleitu guðshugtaki. Loks er það endir