Eimreiðin - 01.09.1904, Qupperneq 65
225
orðabókina í þeirri merkingu, sem þau hafa þar: átfrekur, bera á
(skugga ber á), bera e-ð vib, bera við e-ð (bera við himin), draga e-n
á e-u, dúkskyrta (sjálft orðið dúkur í merkingunni einskefta vantar
líka), eiginlegur (= þýður, vingjarnlegur), endemi, fara méð e-ð (f. með
vísu) fara nærri um e-ð, gléðiblcer, gera að sér (geta ekki að sér gert),
grjóthrun, grdtekki, hárband (= hrosshársband), hafa e-ð yfir (h, yfir
vísu), hranna (loftið hrannar), kaf (segja upp úr miðju kafi), kank-
brosandi, koma (þarna ertu kominn!), mannalega, miðmundi, muna e-n
um e-ð, munarkliður, patti, rindi, rósavetlingur, sauma fyrir e-ð, sauma
upp um sig, sitja e-ð (sitja lömb, fé), skýjadrög, skeið (í fjalli), stuðla-
fóll, tína (= grasatína), tínupoki, tóugras, vinnandi (það er ekki vinn-
andi vegur), vonarfullur, præða e-ð saman.
Næti prófsteinn vor var Þjóðsögurnar og völdum vér þar eina
álfasögu (»Álfadans á nýjársnótt«), eina tröllasögu (»Gilitrutt«), eina
draugasögu (sDjákninn á Myrká«), eina helgisögu (»Seint fyllist sálin
prestanna«), eina útilegumannasögu (»Jón frá Geitaskarði«) og eitt
æfintýri (»Sagan af Hlini kóngssyni«). 1 þeim sögum höfum vér rekið
oss á þessi orð, sem öll vantar í orðabókina: asahláka, axlarsaumur,
almenningur (í rétt — orðið dilkur í rétt vantar líka), biti, bragð (eyrna-
mörk), bregða (e-m er brugðið), draga (flt. drögur), fjöregg, gangna-
maður (orðið g'óngur vantar líka), garðshorn (karl og kerling í garðs-
horni), gcett, hempa (— kvennhempa), játast e-m, krossmessa, lást e-ð
eftir, létti (segja af létta), lifa (= vera eftir, afgangs), netnál, ryðja sig
(um á), skálastafn, undanleit, umpótta sig, vaninhyrndur, vera til (til er
það = það getur skeð), verða á milli (— hafa tómstund).
I’á tókum vér almanakið íslenzka, sem óneitanlega heyrir til nú-
tíðarritum, þar sem það kemur út á hverju ári, og rákum oss þegar á
þessi orð, sem öll vantar í orðabókina: aukanœtur, blóðfallssjúkur,
bandadagur, eldadagur, eldaskildagi, frermánuður, frumvottur, gang-
dagur, gangdagavika, garðlagsmánuður, geisladagur, gormánuður,
harpa, heyannir (mánaðanöfn), krútmánuður, jólatungl, mörsugur, sel-
mánuður, sólmánuður, skerpla, stekktíð, sœluvika, sviðhúnsmessa, tvímán-
uður, vinnuhjúaskildagi, vitjunardagur, ýlir, Porláksmessa.
Hræddir erum vér og um að útlendingar mundu oft komast í
hann krappan, ef þeir ætluðu sér að fara að lesa ritsafnið »íslenzkar
gátur, þulur og skemtanir* eða þá markaskrámar íslenzku og auglýs-
ingar um vanskilafé í blöðunum með aðstoð orðabókarinnar, því þar
finst ekki svo mikið sem orðin yfirmark, undirmark, undirben o. s. frv.
hvað þá heldur sjálf markanöfnin, enda yrði nú líklega erfitt að þýða
þau á ensku mörg hver.
Eins og af þessum dæmum má sjá, vantar eigi alllítið á, að bókin
fullnægi útlendingum við lestur íslenzkra rita, enda var eigi annars
að vænta, og sjálfsagt engum heldur ljósara en höfundinum sjálfum.
Hann gerir því líka í formálanum ráð fyrir að bæta úr þessu með því
að gefa síðar út viðbæti við orðabók sína, og er mikils vert að geta
átt von á því frá hendi manns, sem búinn er að sýna jafnmikla hæfi-
leika til þess verks, sem höf. hefur þegar sýnt. Í\í þó að mikið vanti
enn af orðum í orðabók hans, þá sætir hitt í rauninni miklu meiri undrun,
hve miklu hann hefur náð, ekki aðeins af einstökum orðum, heldur