Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1906, Page 9

Eimreiðin - 01.01.1906, Page 9
9 hressingar án. Þá þoldu menn að éta og þoldu að svelta. Nú éta fjármenn þrisvar á dag og drekka kaffi, og eru þó sízt harðir í horn að taka og þola ekki hungur. Pá var húsbændarétturinn meiri en nú og agi á heimilunum. Nú þolir fólkið engan aga. Kalla má, að húsbændur tali í hálfum hljóðum við fólk sitt: »Viltu gera þetta fyrir mig«. »Má ég biðja þig«. I’etta eru vana-viðkvæðin, þegar fólk er beðið verka. Húsbændur og hjú vinna saman að öllum verkum og njóta jafn- réttis í mat og drykk, alstaðar þar sem ég þekki til. Og þó fæst ekki fólkið nema með eftirgangsmunum og af skornum skamti. þetta er allra landa mein og tjáir ekki að æðrast yfir því. þetta er sgangur tízkunnar«. Röðin kemur seinna að verkafólkinu, þegar það gerist húsbændur og alt jafnar sig þá. Og mörgum er vel við jöfnuðinn og víst eru þingeyingar jafnaðarmenn (= sósíalistar) að eðlisfari og í skoðunum sínum. En hins vegar eru til ýmsar tegundir jafnaðarskoðana. Meistarinn í Galíleu var jafnaðarmaður. Og sá bóndi var einnig »jafnaðar- maður«, sem bjó hér á Sandi nokkrum árum áður en faðir minn flutti hingað. Sá maður var jafnan í heyjaskorti á vorin og misti úr megurð fé sitt, kind og kind. Einu sinni heyrði hann talað um heyleysi alment, og var það á harðinda vori, og að menn væru að missa skepnur. þá glotti karl og mælti, »þetta líkar mér! þetta gerir jöfnuðinn!* Annars verður ekki sagt, að þingeyingar séu latir eða tóm- látir í því að bjarga sér, enda rekur nauðsynin hart a eftir bændum, þar sem þeir verða að yrkja jarðirnar einir eða því sem næst. Hér er ég nú kominn að bóndabænum »frá almennu sjónarmiði« eða eins og þeir gerast, og verður þá að líta inn. Eg ætla að nefna tvo bændur hér í sýslu og verða þeir að vera til dæmis um þá menn, sem hafa brotið sér veg með einyrkjahöndum og klifið þrítugan hamar. Annar þessara manna er Sigtryggur Helgason á Hallbjarnar- stöðum í Reykjadal. Hann er mjög greindur maður, les þýzku og dönsku, kann söngfræði og er fróður á ísl. málfræði og í stærðfræði. Sigtryggur og kona hans eiga 9—10 börn og er það elzta á fermingaraldri. þau hafa verið einyrkjar að því er kalla má, og eriðafé höfðu þau ekki til búskapar síns nema einar 6 ær eða svo hvort um sig. Þau hafa komist vel af og verið

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.