Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1906, Page 11

Eimreiðin - 01.01.1906, Page 11
Auðvitað! En efnabændum er veitt, sem bornir eru til arfs og fengið hafa auðugra kvenna, og kaupmönnum og »borgurum« er veitt þetta fé, sem hafa afl þeirra hluta sem gera skal í höndum sér. Og þeim mönnum er veitt þetta fé, sem búsettir eru í land- inu sunnan- og vestanverðu, þar sem sumarið er lengra en hér og jörðin ófrosin haust og vor. Líklegt er, að þar sé hægt að gera meira að jarðabótum með jöfnum kröftum, en hér er unt að gera í harðindalandinu okkar Pingeyinga. P2n þetta er þeim mönnum ekki ljóst, ef til vill, sem handfjalla renturnar af gjafa- sjóði konungs vors, — nema svo sé, að þeim sé alt málið kunn- ugra en mér. Pað kann nú að vera, að þeir hafi »krafsað klak- ann« hérna norður frá! Svona menn eru margir hér um slóðir, sem unnið hafa viðlika þrekvirki á sinn hátt, eins og þessir bændur. Eg get ekki rúms- ins vegna nefnt þá. En ég dáist að þeim og minnist þeirra í bænum mínum — bið hamingjuna að gefa landinu okkar marga slíka kynkvisti og ættarlauka. Nú er ritsíminn bráðum kominn. Skyldi hann fjölga svona mönnum? Eða mun hann hvísla í eyru nýrri og enn þá betri manna þeim orðum, sem enginn veit, þeim orðum sem Óðinn hvíslaði í eyra Baldri áður en hann var á bál borinn? — Stórbændur eru fáir hér í sýslu og fátt um höfuðból. Laxa- mýri er stórbýli og liggur í þjóðbraut. Hún er nú föl fyrir 93 þús. kr. Og vona ég að hún gangi ekki úr ættinni; því varla getur þjóðgata legið um hýbýli manna, sem betur greiða veg gesta en Laxamýrarféðgar gera. Slík höfuðból, og þó minni séu, ættu að vera föst í höndum ættmenna, hvar sem er. Pá er stórbóndi á Grímsstöðum á Fjöllum. Paðan fór ull á 15 hestum í sumar sem leið í kaupstaðinn. Sauðanesprestur, Grenjaðarstaðar- og Presthóla- eru og stórbændur. Fólkið hefir stanglast í kaupstað- ina og farið hópum saman til Ameríku. Af þessum sökum hefir sundurskifting jarðanna aukist og einyrkjabúskapurinn. Vestur- farir hafa verið miklar hér úr sýslunni og margt úrvalsfólk glatast á þann hátt sýslunni. Eg veit ekki hve margt. En mér blæðir sú ben í augu. Einn agentinn er búsettur hér í sýslunni (Páll á Presthólum) og annar (Sigurður Kristófersson) var hér á ættar- stöðvum sínum vetur heilan og brendi bygðina og sveið landið. Petersen er bara hagmæltur, þegar hann yrkir um bitter sinn lofið, í samanburði við »skáldskap« Sigurðar um Argyle og Ameríku.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.