Eimreiðin - 01.01.1906, Side 14
sem eru að fjádrættinum i réttinni. Þar eru líka ungir menn,
sem renna til meyjanna báðum augum, menn sem eru lausir við
allan fjárdrátt. Eg á við lausamennina, sem eru »engum háðir.«
Nýfermdir strákar, sem eru nýkomnir af hreppnum — í lausa-
mensku, eru þar í stígvélum, með hvíta bringu, barðastóra hatta
á höfði og í skósíðum vængjakápum, heilsa kurteislega — meðan
bændur draga fé sitt kófsveittir, bændurnir, sem goldið hafa til
framfæris þeim — með því móti. að vinna sér um megn og spara
við sig og sína nauðsynjar og munað. Nú eru þeir stígvéluðu
með hvítu bringuna fleygir og frjálsir og lúta engum — nema
eigin náttúru sinni og svo örbirgðinni, sem situr fyrir þeim á
næstu þúfu.
Og víst er það gaman, að til skuli vera sá dagur í árinu,
sem næstum hver maðar á það víst, að vera — í sjálfs sín með-
vitund — mesti maður, þegar vínið er komið í kollinn. Ungir
menn verða mælskir og taka á sig ræðusnið. Og gamlir karlar
verða ósigrandi. »þeir mega koma, sem yngri eru«, sagði Jón
karlinn Jónsson hér um haustið. »Gamli Jón þorir að sjá framan
í þá, sem yngri eru. Gamli Jón hræðist engan í hvað sem fer«.
Hann krepti hnefana, baðaði út öngunum, eins og hann ætlaði að
taka fangbrögðum og — misti jafnvægið. Og hann mundi hafa
steypst á höfuðið, ef eigi hefði viljað svo vel til, að maður var
þar nær staddur, sem tók af honum fallið.
Annars er nú drykkjaskapurinn orðinn lítill í sýslunni og svo
sem enginn í samanburði við það, sem áður var, þegar bændur
riðu í kaupstaðinn á laugardögum alt sumarið, til að drekka
brennivín, þó æði margir, og óku heyinu á veturna fyrir sopann,
drukku á enginu og í fjárhúsunum, sumar og vetur.
Petta gerði að eins minni hluti manna, en þó of margir. Nú
er orðið erfitt að ná í drykkinn, nema á viðkomustöðum gufudall-
anna. Par er brynningin vís og veit ég aldrei, hvort lögin eru
þar heilög haldin eða beygð og brotin, nema hvorttveggja sé;
því það getur átt sér stað, að þar sé bæði lögmæt vínsala og
ólögleg. Það er ekki ný bóla í veröldinni, að rangindin og rétt-
lætið vegi salt.
Helg'ihald boðorðanna. Ef ég væri spurður um löghlýðni
Pingeyinga, mundi mér verða erfitt um svarið, einkum fyrir þá
sök, að ég vissi ekki, við hvað væri að miða. En eitthvað get
eg þó sagt um þetta efni, undan og ofan af. Ég ætla að leggja