Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1906, Page 15

Eimreiðin - 01.01.1906, Page 15
i5 lög Mósesar til grundvallar, eins og þau liggja fyrir í boðorð- unum. Og vel ég þann kostinn af tveimur ástæðum. Fyrst og fremst fyrir þá sök, að þau lög eru kunnari almenningi, heldur en »Lagasafn alþýðu«, og er því heldur von til, að menn varist þau. En hin ástæðan er sú, að efnið er viðráðanlegra á þennan hátt; því að ef rannsaka skyldi hvernig lög alþingis eru haldin, þá yrði að skrifa stóra bók, og mundi þó efnið aldrei verða tæmt, svo eru þau mörg og í miklum flækjum. Fyrsta boðorðið er um guðhræðsluna, eins og kunnugt er. Pað orð hefir farið af Pingeyingum, að þeir væri litlir trúmenn. Peir hafa jafnvel verið annálaðir fyrir hreint og beint guðleysi um alt land. Eg ætla ekki að leggja úrskurð á þetta mál, því að líklega yrði hann véfengdur og hlutdrægur talinn. En í þess stað læt ég mér lynda að bera fyrir mig orð prests, sem dvaldi nokkur ár hér í sýslunni. — Hann gat þess, að sér hefði staðið stuggur af Pingeyingum, að þessu leyti, áður en hann kom hingað, því að þeir helðu verið annálaðir í eyru sín fyrir guðleysi. En nú sagðist hann geta borið um þetta af eigin reynd, og álit sitt væri það, að Fingeyingar væru »bezt trúaðir allra landsmanna«. — Petta var mælt í skálaræðu, — reyndar í vínlausri veizlu. En þó má gera ráð fyrir ýkjum í orðum prestsins, af því að allar skálaræður, eða flestar að minsta kosti, eru ýkjum auknar. Eg ætla að vera varkár og hafa í huga málsháttinn, sem segir, að fáir ljúgi meira en um helming. Eg ætla að taka meðaltal af bezta og versta vitnisburði, og þá verður það uppi á bauginum, að Fingeyingar séu í meðallagi kristnir, í samanburði við aðra landsmenn, ef til vill betur, en alls ekki lakar. Með þessu er það ekki sagt, að Fingeyingar séu há-lúterskir í skoðunum sínum. En fleira er matur en feitt ket. Og fleiri trúarskoðanir góðar en Lúters. Þegar ég var ungur, man ég það, að nafn guðs var lagt mjög við hégóma. Gamlar konur t. d. voru altaf að biðja fyrir sér. Ekki þurfti meira til en að barn vætti kjöltu þeirra, þá kvað altaf við sama tón: »guð stjómi mér«, eða »guð stjómi þér barn«. Altaf voru fyrirbænir innan um alls konar arg og jafnvel blóts- yrði. — Nú er þessi ósiður að lognast út af, og er þá óhætt að full- yrða, að annað boðorðið sé vel haldið — og er þó allmargt skrafað enn þá á kvennpöllunum.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.