Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1906, Side 20

Eimreiðin - 01.01.1906, Side 20
20 og fékk mjólkurmat: »Nú — það er þá ekki vani að skamta baunir hérna á sunnudögum!« Pessi karl varð uppvís að því. að bera spón í vasa sínum, þegar hann kom á bæi, og var það viturlegt, að hafa með sér gogginn, ef fiskur væri undir steini á götunni. — Pessir menn voru vanþakklátir og illmálgir. Petta sagði einn átvaglinn um góðgerðimar á bæjunum: »Pað er þessi sífelda væta og slátur, sem það færir manni; en andskotinn hafi sem maður smakkar ket.« — Pegar hann kom heim eitt sinn og hafði étið á mörgum bæjum sama daginn, settist hann með diskinn sinn á rúm og lauk af. Dóttir hans, stálpuð, stóð fyrir knjám hans á meðan og mændi á matinn. Þegar diskurinn var hroðinn, leit faðirinn framan í dóttur sína og mælti: »Svona nú, hróið mitt! Þú mátt nú fara, ég er nú búinn.« En hann hafði engu bugað barninu. — Þessir menn sögðu, þegar þeim var borinn maturinn: »Guð laun’ matinn,« eða: »Gefð’ í guðs friðí,« og var það fallega sagt! Onnur tegund einkennilegra manna eru þeir, sem varla gátu viltir orðið í hríðum. Einn þess háttar maður er til í Norður- sýslunni. Hann liggur úti, þegar því er að skifta, og segist »vera góður«, ef hann hafi holu til að stinga höfðinu í. Einu sinni lá hann í smugu, sem var opin í báða enda og kvartaði hann þá um, að »andviðri hefði verið í gatinu«. — Einu sinni var hann á ferð og Möðruvellingur með honum, og þótti karli pilturinn vera óstöðugur í rásinni. Þá sagði karl: »Pað skyldi hlægja mig, ef landafræðingurinn viltist! Það er til lítils að læra landafræði og kunna svo ekki að snúa sér við á holti.« Pessi karl er varla læs, ef ég get rétt til. En hann hefir að líkindum »sjötta skilningarvitið*. Þriðja tegund einkennilegra manna eru þeir, »sem altlærðu«, það sem þeir lásu eða heyrðu. Hér í sveitinni minni er maður, sem heitir Blindi-Jón, misti sjónina í bemsku. Hann kann ótal sögur, sem hann heyrði ungur og eru sumar svo langar, að hann er 2—3 skammdegiskvöld að segja þær. Pó er hann svo mælskur í frásögninni, að aldrei verður orðfall. — Hann er mikill gáfu- maður. Björn Benediktsson Víkingur hét maður í Norðursýsl- unni, fór til Vesturheims og dó þar. Hann kunni »Pilt og stúlku« utan bókar, þegar hann hafði lesið hana einu sinni eða tvisvar. Hann var og mælskumaður og stórum gáfaður, einfaldur þó í

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.