Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1906, Síða 41

Eimreiðin - 01.01.1906, Síða 41
4i sem þeir voru og ribbaldalegir, voru þeir þó allir sneypulegir og voru að smádragast saman. Peir voru líka í undanhaldi. I’eir höfðu beðið ósigur fyrir blíðviðrinu, sem nú hélt velli. Valdi þeirra yfir þessum bletti jarðarinnar, sem þeir höfðu misbeitt svo mjög í marga daga, var nú lokið og þeir höfðu gengið fram af sér síðustu nóttina. Sólin hækkaði á lofti og skinið var tvöfalt bjartara og hlýrra eftir þennan rosa. Pað var sem geislaflóðinu ykist ljósmagn og ylur um helming við að þrengja sér fram um glufurnar milli þess- ara þykku, dimmu skýjabjarga. En svo urðu glufurnar stærri og stærri, og þegar kom fram um hádegið, var himininn orðinn því nær alheiður. I’að var ekki annað eftir af öllum rosabúningnum en nokkrir ljósgráir flókar, sem voru á sveimi niður við sjón- deildarhringinn — lítilfjörlegar leifar fyrverandi rosaveðurs. Fjöllin voru öll gráhvít um morguninn og snjórinn lá í flyks- um ofan á fjalldrapanum og víðinum í Búrfellsheiðinni, sem enn þá stóð með öllu sínu laufi. I’egar fram á daginn kom, þiðnaði fölið fyrir sólargeislunum og varð að stórum vatnsdropum, sem sátu fastir í laufinu um stund og glitruðu eins og skygðir gim- steinar, en hrundu svo niður hver eftir annan og hurfu ofan í jörðina. Grasið var blautt allan daginn með skírum litum og sterkum ilm. Pað var eins og það hefði yngst upp í óveðrinu. En bláberjunum og krækiberjunum hafði verið of mikið boðið. Pau höfðu vaxið yfir sig í rosanum og héngu nú eins og óeðli- lega stórir belgir á lynginu sínu, en sprungu og urðu að stórum, blárauðum bletti, hvað lítið sem við þau var komið. Búrfellsheiðin var öll með hvítum dílum fram eftir deginum. Leitunarmennirnir kvörtuðu yfir því, að það væri slæmt sýni vegna hraflsins ; en heiðin var nýstárleg í þessum búningi. Pað var sem ljós kniplingaslæða væri breidd yfir hana alla. En eftir því sem á daginn leið hurfu hvitu díiarnir smátt og smátt og um kvöldið var heiðin orðin alauð, svo hvergi sáust hvítir dílar lengur, nema uppi undir eggjunum á Búrfellinu og í einstöku giljum. Peir gengu nú fram eftir heiðinni fram að afréttarmörkum. Par dreifðu þeir sér og skiftu heiðinni á milli sín. þeir sýndu nú Friðrik stefnuna, sem hann átti að halda. Hann átti sem sé að ganga út miðja heiðina og vestan í Búrfellið. Hann átti að taka það með sér af kindum, sem yrði á leið hans, og eins hitt, sem hinir kynnu að reka í veginn fyrir hann. Að öðru leyti

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.