Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1906, Side 42

Eimreiðin - 01.01.1906, Side 42
42 mátti hann fara beint. Svo áttu þeir ailir að mætast aftur um kvöldið hjá sæluhúskofanum, þar sem þeir höfðu verið um nóttina. Friðrik fékk að lokum stranga áminningu um að halda vel áfram, að setjast ekki niður og hafa augun með sér, og svo var þeim, sem næstir honum voru til beggja handa, falið að gefa honum auga. Hann tók þessu með einstöku jafnaðargeði; hann var orð- inn því svo vanur. Og svo þrammaði hann af stað út eftir heiðinni. Hinir skildu líka og dreifðu sér um heiðina. Seinni hluta dagsins komu þeir aftur saman hjá kofanum, eins og ráð var fyrir gert. Peir voru að tínast þangað smátt og smátt, þangað til þeir voru komnir allir sjö — en þann áttunda vantaði. það var Friðrik — eins og vant var. Feir höfðu fundið heldur fátt fé um daginn, færra en vant var í öðrum gongum í Búrfellsheiðinni. l’eir voru því hálf hræddir um að hinum leitarmönnunum og ef til vill fleirum mundi þykja linlega smalað og mundu gefa það í skyn með gamanyrðum, ekki sízt ef þeir kæmu nú svo til bygða aftur, að Friðrik áttunda vantaði úr hópnum. Peir vóru því ekki í góðu skapi. Pað hafði verið glaða sólskin allan daginn og mikill hiti. Nú var lcomið að sólsetri og leit út fyrir fegursta veður um nóttina. En Friðrik kom ekki. Beir fóru nú að undrast um hann og bera sig saman um, hvernig á þessu mundi standa. Bað var þó óhugsandi, að karlinn hefði vilst í glaða sólskininu. Beir höfðu líka séð til hans við og við alla leið út að Búrfelli. Ekki gat hann verið búinn að fara sér að voða. I’ar voru engar torfærur til fyrir fullorðinn karlmann, því það var þó óhugsandi, að hann hefði álpast fram af hömrunum í Búrfellinu. En hvað gat þá verið orðið um hann? Að hann væri að stríða við geldfé, sem hann hefði fundið á heiðinni —? Peir brostu að slíkri hugsun. Friðrik var ekki vanur að eltast lengi við styggar kindur. Að hann hefði sett sig niður og gleymt að standa upp —? o. s. frv. Að minsta kosti kom hann ekki. Sólin var nú gengin undir og farið að bregða birtu. Geld- féð var lagst í dældinni fyrir neðan sæluhúskofann og jórtraði nú í makindum. Sumt af því var orðið þreytt eftir reksturinn um daginn. Veðrið var kyrt og það var undur fagurt og friðsælt

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.