Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1906, Qupperneq 43

Eimreiðin - 01.01.1906, Qupperneq 43
43 kvöld, og Búrfell var óvanalepa »æruverðugt«, þar sem það gnæfði upp yfir heiðina sína eldrautt af aftanskininu. En ekki kom Friðrik. f*að var nú alveg gengið fram af fé- lögum hans. Peir voru nú hættir öllum getum. en héldu niðri í sér andanum og hlustuðu og hlustuðu, hvort þeir heyrðu ekkert til hans. En það heyrðist ekkert, ekkert, ekki svo mikið sem kindarjarmur, sem benti á, að Friðrik hinn áttundi væri að nálgast. Loksins brast þá þolinmæðina. Fjórir þeirra lögðu af stað til að leita að Friðrik. En hinir þrír urðu eftir til að gæta fjárins. Myrkrið skall nú yfir jafnt og þétt. Hæðirnar urðu dimm- bláar og allur roði horfinn af tindunum á Búrfelii. Sýnið var orðið óljóst, svo vel gat verið að þeir íæru á mis við Friðrik án þess að mæta honum. Svo fóru þeir að kalla við og við. Köllin ómuðu ömurlega út yfir heiðina og bergmáluðu frá hæð- unum. En það kom ekkert svar. Loksins mættu þeir Friðrik. I’eir sáu fyrst hilla undir hann á leiti, sem bar við loftið. I’eir vóru lengi að glöggva sig á, hvort það væri ekki varða, sem þeir sæju, því það færðist ekki úr stað. En svo sáu þeir hann beygja sig niður og rétta sig upp, og það gerir engin varða. En svo þegar þeir komu nær, sáu þeir, að hann hafði ein- hvern þremilinn í eftirdragi, sem hann ýmist bar eða dró. I’að var grátt á litinn og þeim datt strax í hug kind, sem hefði gefist upp. En það var þó eitthvað svo ólíkt Friðrik, að gera sér svo mikið ómak fyrir eina kind. Pegar þeir komu til hans, urðu þeir þó fyrst hissa, því þetta, sem Friðrik bar og dró, var stráheilt — hreindýr. Dýrið var skorið á háls og steindautt, en það bar það með sér, að það hafði nýlega lent í slæma keldu, því það var alt leir- ugt alveg upp á bak. Og Friðrik var líka allur leirugur. Dýrið var stórt karldýr með fullvöxnum hornum, spikfeitt og í ágætu standi. Nú rigndi spurningunum yfir Friðrik, hvar hann hefði fengið þennan happadrátt. Friðrik var ekki fljótur til svars. Aldrei höfðu þeir séð hann jafn-kindarlegan. Hann skáblíndi ofurgóðlega upp á þá á víxl og hjó á orðunum og hixtaði, eins og honum væri svo mikið niðri fyrir, að hann vissi ekki hvar hann ætti að byrja. Andlitið var hið sama gamalkunna, loðið upp undir augu og með kragaskeggið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.