Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1906, Side 45

Eimreiðin - 01.01.1906, Side 45
45 og þetta fest sig í keldu, þar sem Friðrik hefði svo náð því. En sannleikurinn í sögunni var sama ráðgátan eftir sem áður, og er það enn. Friðrik hlustaði á þessar umræður, eins og þær kæmu honum hreint ekkert við. Hann stóð með ánægjubrosi yfir hreindýrinu og horfði á það, eins og hann væri hræddur um áð missa alt í einu sjónar á því. Loksins kom þeim til hugar að spyrja um það, sem mestu varðaði, hvort Friðrik hefði nokkrar kindur fundið. Friðrik leit upp, þegar hann heyrði spurninguna, og gleitt glott breiddi sig um alt kafloðna andlitið. Jú, hann hefði fundið kindur, margar kindur, um 50 fjár. Aftur litu leitarmennirnir steinhissa hver á annan. En hvað var orðið af öllum þessum 50 kindum? Friðrik var óvenjulega fljótur til svars. Pær voru auðvitað í Búrfellinu. Hann hafði gilda afsökun. Hann hafði að nokkru leyti verið tekinn frá þeim með valdi. Leitarmennirnir hristu höfuðin. Lygileg hafði fyrri sagan verið, en ekki var þessi betri. En Friðrik var næstum óðamála meðan hann var að afsaka sig. Hvernig átti hann að fara að því? Hann hafði nú lent þarna á bakinu á hreindýrinu og sat þar fastur. Pað var engin skemti- reið beint ofan Búrfellið, þar sem það var brattast. Og svo, þegar hann var kominn ofan í miðjan mýrarflóann og sat þar fastur í leirkeldu og var búinn að vinna á dýrinu, þá átti hann kannske að fara að pjakka upp undir eggjar á Búrfellinu til að leita að þessum 50 kindabjálfum, og skilja dýrið eftir í keldunni, eða draga það á land til þess, að vargurinn gæti lagst á það um nóttina! — Nei, það datt Friðrik ekki í hug. Leitarmennirnir stóðu orðlausir um stund og horfðu ýmist á Friðrik eða hver á annan. Loks fóru þeir að vega og meta, hvað satt gæti verið í sögunni. Fyrst og fremst kom þeim saman um, að Friðrik kynni ekki að telja upp að 50. Par næst var það ótrúlegt, að hann hefði verið búinn að finna um 50 fjár, þegar hann var ekki kominn nema út í Búrfellið. Og í þriðja lagi var það óhugsandi, að þeir hefðu aldrei séð til Friðriks með svo stóran fjárhóp á undan sér. Nei, sagan var ekki trúleg. Friðrik stóð yfir hreindýrsskrokknum á meðan, svo sauðar- lega góðlegur á svipinn, að þar urðu engir hrekkir séðir. i’eir

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.