Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1906, Side 52

Eimreiðin - 01.01.1906, Side 52
52 syfjuð og furðaði móður hennar á því, þar sem komið væri langt fram yfir miðnætti. Alt þetta þyrlaðist upp í huga Sigrúnar, þar sem hún ham- aðist í töðuflekkjunum og beið eftir því að dagurinn þokaðist áfram. Pað var alt saman svo skýrt fyrir hugskotssjónum hennar. þó það væru ársgamlar minningar. Hún sá líka margt fleira, sem henni þótti hugnæmt og ljúft að minnast. Hinir mörgu og ógleym- anlegu fundir í lækjargilinu vóru eins skýrir og aðrar myndir, sem birtust hugskotssjónum hennar. En sérstaklega var það þó síð- asti fundurinn, sem tróð fram í huga hennar og hrollur fór um hana alla. Pað var síðastliðið haust nálægt réttunum. f*að var sunnu- dagskveld; veðrið var stilt og heiðskírt. Pegar allir vóru háttaðir og sofnaðir læddist hún á fætur og sveipaði nokkru af fötum að sér, greip yfirhöfn af föður sínum í bæjardyrunum og sló henni lauslega um herðar sér; hraðaði síðan göngunni fram í lækjargilið. Sveinn var ekki kominn og beið hún dálitla stund skjálfandi í kulda. Hún var hálfhrædd við myrkrið og fanst tíminn óum- ræðilega langur. Hún vissi að þetta mundi verða síðasti fundur- inn þeirra í langan, langan tíma; daginn eftir átti hann að fara með strandferðaskipinu suður til Reykjavíkur og vera þar 2 eða 3 ár að nema trésmíði. Pað fór hrollur um hana, þegar hún hugsaði til þess, að hann yrði svo lengi burtu og þau sæjust aldrei allan þann tíma. það hlutu að verða kaldir dagar, það vissi hún — en svo kom Sveinn og þá fanst henni birta ljóma í kringum hana og hiti færast um hana alla. »þú hefir beðið eftir mér; er þér ekki orðið kalt, elskan mín?« Hann settist niður hjá henni, kysti hana á munninn og vafði hana í örmum sínum. »Ekki svo mjög, enda verður mér ekki lengi að hitna, þegar ég hvíli við barminn þinn.« Hún hafði hnýtt handleggina um háls hans og hjúfrað höfuðið að barmi hans. Svo varð þögn nokkura stund. þau fundu hvað hjörtun slógu hart og títt og hvað andar- drátturinn var órólegur. þau vissu bæði, að þau hugsuðu um það sama og vildu um það tala, en það var eins og hvorugt vildi

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.